Viðskipti innlent

Lagt til að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í tillögunum er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24% þrep virðisaukaskattsins en ekki 11% eins og nú er.
Í tillögunum er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24% þrep virðisaukaskattsins en ekki 11% eins og nú er. Vísir/Vilhelm

Starfs­hóp­ur sem Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra, skipaði leggur til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en starfshópnum var falið að gera aðgerðáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu.

Í tillögunum er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24% þrep virðisaukaskattsins en ekki 11% eins og nú er.

Í blaðinu er greint frá því að ekki hafi verið full samstaða innan hópsins um í hvaða átt skuli fara og skilaði fulltrúi fjármálaráðuneytisins þannig séráliti þar sem hann mælir gegn breytingum sem leiði til aukins flækjustigs og ójafnræðis í skattkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×