Sakar starfshóp um samráðsleysi og að notast við gamlar og úreltar tölur Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2020 08:42 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur gert alvarlegar athugasemdir við hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra sem hefur lagt til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði. Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er. Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira
Starfshópnum var falið að gera aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í skýrslu starfshópsins er lagt til skattahækkun á ýmsa gos- og svaladrykki svo þeir hækki í verði um 20 prósent. Í næsta skrefi yrðu skattar hækkaðir á sælgæti, orku- og próteinstykki, kex, kökur og sætabrauð þannig að þær vörur hækki einnig um 20 prósent. „Gamlar og úreltar tölur“ Félag atvinnurekenda gagnrýnir í erindi sem sent hefur verið til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, notkun embættis landlæknis og starfshópsins á „gömlum og úreltum tölum“ líkt og það er orðað. Fjögur erindi FA til heilbrigðisráðherra, þar sem boðið hafi verið samstarf um að leiða fram réttar tölur um þróun sykurneyslu landsmanna, hafi verið hunsuð. „Þá gagnrýnir FA samráðsleysi við gerð tillagnanna, en starfshópurinn leitaði t.d. aldrei eftir sölutölum gosdrykkja, sem FA bauð fram og sýna að neysla á sykruðu gosi hefur minnkað hratt undanfarinn áratug, án sykurskatts. Þess í stað styðst hópurinn við gömul gögn Landlækniembættisins, auk frumniðurstaðna úr mataræðiskönnun, sem ekki hafa verið birtar opinberlega og engin leið er að sannreyna. Tillögur hópsins eru fullar af innri mótsögnum - engan skatt á til dæmis að leggja á dísætar mjólkurvörur en hins vegar á að skattleggja sykurlausa drykki ef þeir innihalda sítrónusýru. Þá leggur hópurinn til að skattkerfið verði flækt stórlega og virðist ekki hafa hugsað út í hvernig eigi að hrinda tillögunum í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá FA. Fari í 24 prósenta þrepið Í tillögum starfshópsins er meðal annars lagt til að vörugjöld verði lögð gosdrykki og flest sætindi auk þess sem óhollar vörur af flestum toga falli í 24 prósenta þrep virðisaukaskattsins en ekki 11 prósenta eins og nú er.
Neytendur Stjórnsýsla Verslun Sælgæti Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira