Tóku myndir af sér brosandi við lík Maradonas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 13:30 Kista Diegos Maradona var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres. EPA-EFE/PRESIDENCY OF ARGENTINA Argentínumenn eru æfir vegna afar ósmekklegra mynda sem voru teknar við lík Diegos Maradona. Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu. Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu.
Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00
Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00