Enski boltinn

Segir að það verði erfiðara að vinna titilinn í ár og hrósar and­stæðingunum í topp­bar­áttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp með grímu á æfingu dagsins.
Jurgen Klopp með grímu á æfingu dagsins. Andrew Powell/Getty Images

Jurgen Klopp segir að það verði erfiðara að vinna enska titilinn í ár.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósar andstæðingum Liverpool í toppbaráttunni þetta tímabilið og segir að það verði erfiðara að vinna enskt gull í ár en það var á síðustu leiktíð.

Klopp sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en Liverpool spilar gegn Brighton í hádeginu á morgun. Var Klopp spurður hvort að það yrði erfiðara að standa uppi sem sigurvegari.

„Já,“ svaraði stuttorður Klopp áður en hrósaði bæði Chelsea og Tottenham.

„Það eru mikil gæði í báðum þessum liðum. Þau hafa spilað vel á tímabilinu hingað til og ég er ekki hissa á því að Tottenham og Chelsea eru þarna.“

„Southampton eru að spila vel og við vitum af Leicester. Það eru merki um að þetta verði þéttara í ár. Þetta verður áhugavert tímabil og margir möguleikar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×