Enski boltinn

Man Utd líklegast til að hreppa Calhanoglu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eftirsóttur.
Eftirsóttur. vísir/Getty

Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu er eftirsóttur um þessar mundir en hann er á síðasta ári samnings síns við ítalska stórveldið AC Milan.

Það þýðir að önnur lið geta boðið honum samning frá og með 1.janúar næstkomandi.

Samkvæmt heimildum þýska dagblaðsins Bild eru yfirgnæfandi líkur á því að Calhanoglu muni semja við Manchester United og raunar séu viðræður vegna þessa mjög langt á veg komnar.

Áhugi er einnig frá liðum á borð við Juventus, Inter og Atletico Madrid.

Calhanoglu, sem er 26 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Þýskalandi þó hann spili fyrir Tyrkland en hann sló í gegn með Bayer Leverkusen þaðan sem hann var keyptur til AC Milan fyrir 24 milljónir evra sumarið 2017.

Þar hefur hann verið í lykilhlutverki allar götur síðan en hann hefur spilað alla 8 leiki liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð, þar sem liðið trónir taplaust á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×