Enski boltinn

Guardiola ætlar ekki að versla í janúar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ætlar ekki að leysa vandræðin með leikmannakaupum.
Ætlar ekki að leysa vandræðin með leikmannakaupum. vísir/getty

Manchester City hefur aldrei byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Pep Guardiola á verri hátt en í ár.

Þrátt fyrir það segir Spánverjinn sigursæli að hann ætli sér ekki að gerast stórtækur á leikmannamarkaðnum í janúar þegar opnað verður fyrir félagaskipti.

„Nei það kemur ekki til greina. Ég er með stórkostlegt lið sem getur keppt um alla titlana,“ segir Guardiola.

Síðan Guardiola tók við stjórnartaumunum hjá ljósbláa liðinu í Manchester árið 2016 hefur liðið tvívegis orðið enskur meistari og aldrei hafnað neðar en í 2.sæti deildarinnar.

Eftir að hafa spilað átta leiki situr liðið nú í 14.sæti og hefur aðeins unnið þrjá leiki. Liðið á nágrannaslag fyrir höndum í dag þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Etihad leikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×