Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 08:26 Dauði fálkinn við andapollinn hjá Sundlaug Akureyrar. Margrét Sóley Matthíasdóttir Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt. Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Frétta- og mannlífsvefurinn Akureyri.net hefur fjallað um fálkadauðann undanfarið. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að yfirleitt þegar fálkar finnist dauðir sé um unga að ræða. Óvenjulegt sé að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Hinir fullorðnu fálkar fundust annars vegar á Akureyri, tveir þeirra, og hins vegar í útjaðri byggðar á Seyðisfirði. Ólafur segir helstu tilgátu sína þá að rjúpnaleysi sé um að kenna. „Þá leita fuglarnir fanga á svæðum þar sem þeir eru ekki vanir að athafna sig. Fuglinn sem fannst á Ólafsvík [sem var ungi] var illa brotinn eftir að hafa flogið á girðingu og honum varð að lóga. Þar hafði smáfuglum verið gefið og hann virðist hafa ætlað að veiða sér til matar; þegar fálkinn veiðir kemur er oft á mikilli ferð til að koma bráðinni á óvart en þarna þekkti hann ekki aðstæður og flaug á girðingu,“ segir Ólafur við Akureyri.net. Hámaði í sig hettumáv Fuglar á andapollinum á Akureyri hafi dregið fálkann sem fannst dauður við pollinn þangað. Líklega hafi hann flogið á girðingu. „Girðingar og línur reynast fálkanum oft hættulegar þegar hann stundar sína loftfimleika inni í bæjum. Aðal bráð fálkans er rjúpa en þeir taka allt frá þúfutittlingum upp í grágæsir. Og þegar mjög hart er í ári fara þeir í hræ, ekki bara fugla heldur líka kinda og þess háttar.“ Fálki gerði sig heimankominn í Fossvoginum á dögunum og auk hraustlega til matar síns. Hettumávur varð á vegi fálkans sem var hinn rólegasti á matarborðinu í garði Þórdísar Bragadóttur. Hann var hins vegar svo þungur á sér eftir veisluna að hann komst ekki á flug. Kallað var á fuglavin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stóð til að fálkinn fengi inni í Húsdýragarðinum yfir nótt.
Akureyri Dýr Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10 Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu. 25. nóvember 2020 23:10
Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. 12. nóvember 2020 09:56