Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2020 09:30 Hér má sjá herbergið fyrir breytingu (til vinstri) og smá brot af herberginu eftir breytingu (til hægri) Skreytum hús „Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð. „Það vantar bara algjörlega að gera kósý“ segir Alda um sínar óskir fyrir breytinguna. Hún á árs stelpu og þiggja ára strák, sem eiga sitthvort herbergið. „Ég elska barnaherbergi“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir spennt áður en hún fór og skoðaði rýmin sem hún ætlaði að breyta og skreyta. Hún varð ótrúlega glöð að sjá að barnaherbergin væru óskrifað blað og var strax uppfull af hugmyndum. Verkefnið var að lakka skápahurðar, setja upp hillur, spegla, myndir, nýjar gardínur og fleira. Alda ætlaði svo sjálf að skapa ævintýraheim fyrir börnin með því að mála á veggina og fékk hún Soffíu með sér í að skipuleggja það verkefni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Tvö barnaherbergi í Breiðholti Ekki festast í þema „Þar sem þau fluttu inn í húsið sitt fyrr á þessu ári þá var allt svona frekar nýlega málað. Okkur langaði að finna leið til að gera barnaherbergin svolítið ævintýralegri, ennþá fallegri og eitthvað svona sem myndi grípa krakkana alveg,“ segir Soffía um þetta skemmtilega verkefni. Herbergi sonarins fyrir breytinguSkreytum hús Soffía byrjaði á að Ráðleggja Erlu að hækka gardínustangirnar nær loftinu og fá sér svo síðar gardínur sem myndu ná niður í gólf. „Okkur langaði að finna eitthvað til að skreyta veggina og eitthvað sem myndi eldast vel með barninu.“ Herbergi dótturinnar fyrir breytinguSkreytum hús Hún ráðleggur foreldrum að hugsa til aðeins lengri tíma. „Það er svo mikilvægt þegar maður er að gera barnaherbergi að festast ekki of mikið í þemanu.“ Hún minnir á að börn geta verið snögg að fá æði fyrir einhverju allt öðru. Herbergi sonarins eftir breytingu. Dýrin fengu öll sinn stað með nýjum panelhillum. Það létti mikið á herberginu að lakka skáp og hurðar og skipta um lista.Skreytum hús Fann hugmyndirnar á Pinterest Alda hafði séð málaðan regnboga á Pinterest og vildi endurskapa hann í herbergi dótturinnar. „Mig langaði að mæla eitthvað sætt, fríhendis, á veggina hjá krökkunum.“ Henni var ráðlagt að hafa regnbogann ekki of reglulegan, það kæmi betur út ef það myndi sjást að hann hefði verið málaður með pensli. Í herbergi sonarins málaði hún svo fallegan ævintýraskóg og var útkoman einstaklega falleg. Nánari upplýsingar um aðferðina má finna á síðunni Skreytum hús. „Þetta var samt alveg erfitt, það er ekkert auðvelt að mála svona fríhendis,“ viðurkenndi Alda í þáttunum. Börnin voru samt ánægð með herbergin og því var þetta allt fyrirhafnarinnar virði. „Mig langaði bara að gera eitthvað pínu öðruvísi en aðrir.“ Herbergi dótturinnar eftir breytingu. Stilkarnir á blómaspeglunum eru gerðir með rafmagnslímbandi. Regnboginn er málaður fríhendis beint á vegginn.Skreytum hús Leikföngin eru skrautið „Geymslukassar eru góðir og svo á bara að stilla upp og skreyta með barnadótinu,“ segir Soffía um lokaskrefið í verkefninu. „Háar hillur eru ótrúlega sniðugar í krakkaherbergi. Við verðum samt að passa að veggfesta þær, það er mjög nauðsynlegt. Svo er þetta svo sniðugt því í efstu hillunum getið þið haft skrautdótið sem þið viljið hafa þarna inni en viljið ekki að krakkarnir nái í.“ Herbergi dótturinnar eftir breytingu.Skreytum hús Alda var einstaklega ánægð með að í herbergið setti Soffía krúttlega púða fyrir krílin að sitja á en einnig skemil sem er skemmtilegur fyrir börn og líka þægilegt sæti fyrir foreldrana. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar, fullt af flottum myndum af hverju smáatriði og lista yfir þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni Skreytum hús.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Aðventukransar að hætti Skreytum hús Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár. 27. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það vantar bara algjörlega að gera kósý“ segir Alda um sínar óskir fyrir breytinguna. Hún á árs stelpu og þiggja ára strák, sem eiga sitthvort herbergið. „Ég elska barnaherbergi“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir spennt áður en hún fór og skoðaði rýmin sem hún ætlaði að breyta og skreyta. Hún varð ótrúlega glöð að sjá að barnaherbergin væru óskrifað blað og var strax uppfull af hugmyndum. Verkefnið var að lakka skápahurðar, setja upp hillur, spegla, myndir, nýjar gardínur og fleira. Alda ætlaði svo sjálf að skapa ævintýraheim fyrir börnin með því að mála á veggina og fékk hún Soffíu með sér í að skipuleggja það verkefni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Tvö barnaherbergi í Breiðholti Ekki festast í þema „Þar sem þau fluttu inn í húsið sitt fyrr á þessu ári þá var allt svona frekar nýlega málað. Okkur langaði að finna leið til að gera barnaherbergin svolítið ævintýralegri, ennþá fallegri og eitthvað svona sem myndi grípa krakkana alveg,“ segir Soffía um þetta skemmtilega verkefni. Herbergi sonarins fyrir breytinguSkreytum hús Soffía byrjaði á að Ráðleggja Erlu að hækka gardínustangirnar nær loftinu og fá sér svo síðar gardínur sem myndu ná niður í gólf. „Okkur langaði að finna eitthvað til að skreyta veggina og eitthvað sem myndi eldast vel með barninu.“ Herbergi dótturinnar fyrir breytinguSkreytum hús Hún ráðleggur foreldrum að hugsa til aðeins lengri tíma. „Það er svo mikilvægt þegar maður er að gera barnaherbergi að festast ekki of mikið í þemanu.“ Hún minnir á að börn geta verið snögg að fá æði fyrir einhverju allt öðru. Herbergi sonarins eftir breytingu. Dýrin fengu öll sinn stað með nýjum panelhillum. Það létti mikið á herberginu að lakka skáp og hurðar og skipta um lista.Skreytum hús Fann hugmyndirnar á Pinterest Alda hafði séð málaðan regnboga á Pinterest og vildi endurskapa hann í herbergi dótturinnar. „Mig langaði að mæla eitthvað sætt, fríhendis, á veggina hjá krökkunum.“ Henni var ráðlagt að hafa regnbogann ekki of reglulegan, það kæmi betur út ef það myndi sjást að hann hefði verið málaður með pensli. Í herbergi sonarins málaði hún svo fallegan ævintýraskóg og var útkoman einstaklega falleg. Nánari upplýsingar um aðferðina má finna á síðunni Skreytum hús. „Þetta var samt alveg erfitt, það er ekkert auðvelt að mála svona fríhendis,“ viðurkenndi Alda í þáttunum. Börnin voru samt ánægð með herbergin og því var þetta allt fyrirhafnarinnar virði. „Mig langaði bara að gera eitthvað pínu öðruvísi en aðrir.“ Herbergi dótturinnar eftir breytingu. Stilkarnir á blómaspeglunum eru gerðir með rafmagnslímbandi. Regnboginn er málaður fríhendis beint á vegginn.Skreytum hús Leikföngin eru skrautið „Geymslukassar eru góðir og svo á bara að stilla upp og skreyta með barnadótinu,“ segir Soffía um lokaskrefið í verkefninu. „Háar hillur eru ótrúlega sniðugar í krakkaherbergi. Við verðum samt að passa að veggfesta þær, það er mjög nauðsynlegt. Svo er þetta svo sniðugt því í efstu hillunum getið þið haft skrautdótið sem þið viljið hafa þarna inni en viljið ekki að krakkarnir nái í.“ Herbergi dótturinnar eftir breytingu.Skreytum hús Alda var einstaklega ánægð með að í herbergið setti Soffía krúttlega púða fyrir krílin að sitja á en einnig skemil sem er skemmtilegur fyrir börn og líka þægilegt sæti fyrir foreldrana. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar, fullt af flottum myndum af hverju smáatriði og lista yfir þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni Skreytum hús.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon.
Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30 Aðventukransar að hætti Skreytum hús Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár. 27. nóvember 2020 09:30 Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“ 24. nóvember 2020 09:30
Aðventukransar að hætti Skreytum hús Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár. 27. nóvember 2020 09:30
Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30