Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. nóvember 2020 20:11 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira