Tónlist

Stórstjörnur Íslands syngja um fjárhagsleg vandræði Emmsjé Gauta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt lag frá Emmsjé Gauta og stjörnum landsins. 
Fallegt lag frá Emmsjé Gauta og stjörnum landsins. 

Rapparinn Gauti Þeyr Másson gaf í gærkvöldi út nýtt lag sem ber heitið Hjálpum mér.

Lagið fjallar um fjárhagslega erfiðleika Emmsjé Gauta sem hefur ekki einu sinni efni á því að vera á nýjum bíl með hita í stýrinu.

Í raun taka flest allar stjörnur landsins þátt í jólalaginu sem gefur var út vegna þess að hann varð að aflýsa Jülevenner tónleikunum í ár. Emmsjé Gauti hefur lítið haft að gera síðan að kórónuveiran fór á flug hér á landi í mars. 

Í staðinn ákvað Gauti að gefa út jólaplötu og er Hjálpum mér lag á þeirri plötu.

Þeir sem syngja með Gauta í laginu eru: Páll Óskar, BRÍET, Emmsjé Gauti, Young Karin, Rúrik Gíslason, Svala Björgvinsdóttir, Helgi Björns, Hipsumhaps, Gísli Marteinn, Sigga Beinteins, Jakob Frímann, Ragnhildur Steinunn, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Steindi Jr., Harmageddon, Valdimar, Aron Can, Salka Sól, Selma Björnsdóttir, Gissur Páll, Gunnar Nelson, Steve Dagskrá og Birgitta Líf.

Hlustendur eru beðnir um að leggja pening inn á þennan reikning: Reikningur - 0133-26-001449 - kt.- 540116-0160

Undir lok myndbandsins kemur síðan fram að fjárhæðin renni óskipt til Barnaspítala Hringsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.