Memphis nefnir eigendur Man United í nýju rapplagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 16:01 Memphis í leik gegn Póllandi í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Laurens Lindhout/Getty Images Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, nefnir Glazer-fjölskylduna, eigendur félagsins, í rapplagi á plötu er hann gaf út nýverið. Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira