Memphis nefnir eigendur Man United í nýju rapplagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 16:01 Memphis í leik gegn Póllandi í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Laurens Lindhout/Getty Images Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, nefnir Glazer-fjölskylduna, eigendur félagsins, í rapplagi á plötu er hann gaf út nýverið. Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira