Fótbolti

Ísland á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stelpurnar okkar eru komnar á EM.
Stelpurnar okkar eru komnar á EM. VÍSIR/VILHELM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld.

Ísland vann 1-0 sigur á Ungverjalandi í dag. Síðar í dag vann Austurríki Serbíu „bara“ með einu marki og Belgía vann 4-0 sigur á Sviss. Þetta voru frábær úrslit fyrir stelpurnar okkar.

Þessi úrslit gera það að verkum að Ísland verður eitt af þeim þremur liðum sem verður með besta árangurinn í öðru sæti undanriðlanna og fer því beint á EM. Frábær árangur og sleppa stelpurnar því við umspilið.

Liðið hefur spilað á Evrópumótinu 2009 í Finnlandi, 2013 í Svíþjóð og 2017 í Hollandi og verður á meðal liða á EM í Englandi árið 2022. Mótið átti að fara fram á næsta ári en var flutt til ársins 2022 vegna kórónuveirunnar.

Jón Þór Hauksson mun því stýra með íslenska liðinu á sínu fyrsta stórmóti en hann var með liðið í sinni fyrstu undankeppni. Hann náði í 19 stig af 24 mögulegum; vann sex af átta leikjunum, gerði eitt jafntefli og tapaði einungis einum leik, gegn Svíum á útivelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×