Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 20:00 Nýi herkastalinn er glæsileg bygging sem gefur Hjálpræðishernum kost á að auka þjónustu sína við þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Stöð 2/Sigurjón Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri. Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir. Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir.
Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira