Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. desember 2020 06:45 Myndina birti Landsbjörg á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en nokkur erill var hjá björgunarsveitum landsins vegna veðursins. Landsbjörg Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira