Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2020 16:05 Þorsteinn Már Vilhjálmsson og þeir Kveiksmenn Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson. Allt frá því að fjallað var um umsvif Samherja í Namibíu hefur andað köldu milli Samherja og Ríkisútvarpsins. visir/vilhelm Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. Í frétt sem Ríkisútvarpið birti í fyrradag segir að lögreglan í Namibíu hafi nú um nokkurt skeið reynt að grafast fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur og Egils Helga Árnasonar, sem var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja. Það geri lögreglan með það fyrir augum að fá þá framselda til Namibíu. Villandi fréttaflutningur Samherji sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem þessu er vísað á bug: „Namibísk stjórnvöld hafa engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Hvorki á eigin vegum eða í gegnum samstarf við önnur ríki. Fréttaflutningur um að namibísk stjórnvöld vilji ná tali af nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja er því mjög villandi.“ Í frétt Vísis fyrr í dag af rannsókn málsins er vitnað í Namibian Sun. Þar er enginn starfsmaður Samherja nafngreindur. En Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, er sögð vera með íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherja í sigtinu í tengslum við rannsókn namibískra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu þar í landi. Í fyrrnefndri frétt Ríkisútvarpsins segir hins vegar að eftirgrennslan eftir dvalarstað þeirra Ingvars og Egils Helga komi fram í gögnum sem lögð voru fram við namibískan dómstól nýlega í tengslum við rannsókn þarlendra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings við Angóla. „Á meðal skjalanna sem lögð voru fyrir yfirréttinn í höfuðborginni Windhoek er 63 blaðsíðna eiðsvarin yfirlýsing frá Karl Patrick Cloete, rannsóknarlögreglumanni hjá namibísku spillingarlögreglunni ACC, dagsett 28. október.“ En Samherji segir þetta algerlega á skjön við allar upplýsingar fyrirliggjandi sem þeim hefur borist frá namibískum stjórnvöldum undanfarna mánuði. Félögin og fulltrúar þeirra hafi enda átt náið samráð við þarlend stjórnvöld um að leggja endanlega niður starfsemi sem tengdist útgerð í landinu. Engar lagaheimildir til að krefjast framsals „Í þessu sambandi vísast til þess að ríkissaksóknari Namibíu aflétti kyrrsetningu togarans Heinaste í fyrradag. Skipið hefur nú verið selt og afhent nýjum eiganda sem hefur endurnefnt það Tutungeni. Hefur skipið haldið til veiða með sömu skipverjum og áður mönnuðu áhöfn þess. Aflétting kyrrsetningarinnar var ávöxtur þríhliða samkomulags milli seljanda skipsins, sem er félag tengt Samherja, kaupanda þess og namibískra stjórnvalda,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þorsteinn Már Baldursson og hans menn sem mættu á fund í Seðlabankanum síðla árs 2018. Í yfirlýsingunni frá í dag er fullyrt að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmanna félaga í samstæðu Samherja hafi réttarstöðu sakbornings í tengslum í Namibíu og enginn þeirra hefur viðhaft háttsemi sem gæti réttlætt slíkt.visir/vilhelm Fram kemur í frétt RÚV í dag að namibísk yfirvöld hafi aflétt kyrrsetningunni gegn því að söluvirðið, 2,3 milljarðar króna, yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem er fyrir dómstólum. Ekki er vikið að þessum þætti í yfirlýsingu Samherja. Þar segir þó að hugleiðingar einstakra lögreglumanna í Namibíu ráði engu um þær heimildir sem gilda almennt um framsal milli ríkja í tengslum við rekstur sakamála. Namibísk yfirvöld hafa engar lagaheimildir til að krefjast framsals yfir íslenskum ríkisborgurum þar sem enginn samningur er til staðar milli ríkjanna um framsalið. „Ekkert var vikið að þessu í frétt Ríkisútvarpsins. Þess skal getið að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmanna félaga í samstæðu Samherja hefur réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn í Namibíu og enginn þeirra hefur viðhaft háttsemi sem gæti réttlætt það. Ráðagerðir lögreglumannsins sem gerðar voru að fréttaefni eru því tilhæfulausar.“ Samherjaskjölin Namibía Fjölmiðlar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Í frétt sem Ríkisútvarpið birti í fyrradag segir að lögreglan í Namibíu hafi nú um nokkurt skeið reynt að grafast fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur og Egils Helga Árnasonar, sem var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja. Það geri lögreglan með það fyrir augum að fá þá framselda til Namibíu. Villandi fréttaflutningur Samherji sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem þessu er vísað á bug: „Namibísk stjórnvöld hafa engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Hvorki á eigin vegum eða í gegnum samstarf við önnur ríki. Fréttaflutningur um að namibísk stjórnvöld vilji ná tali af nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja er því mjög villandi.“ Í frétt Vísis fyrr í dag af rannsókn málsins er vitnað í Namibian Sun. Þar er enginn starfsmaður Samherja nafngreindur. En Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, er sögð vera með íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherja í sigtinu í tengslum við rannsókn namibískra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu þar í landi. Í fyrrnefndri frétt Ríkisútvarpsins segir hins vegar að eftirgrennslan eftir dvalarstað þeirra Ingvars og Egils Helga komi fram í gögnum sem lögð voru fram við namibískan dómstól nýlega í tengslum við rannsókn þarlendra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings við Angóla. „Á meðal skjalanna sem lögð voru fyrir yfirréttinn í höfuðborginni Windhoek er 63 blaðsíðna eiðsvarin yfirlýsing frá Karl Patrick Cloete, rannsóknarlögreglumanni hjá namibísku spillingarlögreglunni ACC, dagsett 28. október.“ En Samherji segir þetta algerlega á skjön við allar upplýsingar fyrirliggjandi sem þeim hefur borist frá namibískum stjórnvöldum undanfarna mánuði. Félögin og fulltrúar þeirra hafi enda átt náið samráð við þarlend stjórnvöld um að leggja endanlega niður starfsemi sem tengdist útgerð í landinu. Engar lagaheimildir til að krefjast framsals „Í þessu sambandi vísast til þess að ríkissaksóknari Namibíu aflétti kyrrsetningu togarans Heinaste í fyrradag. Skipið hefur nú verið selt og afhent nýjum eiganda sem hefur endurnefnt það Tutungeni. Hefur skipið haldið til veiða með sömu skipverjum og áður mönnuðu áhöfn þess. Aflétting kyrrsetningarinnar var ávöxtur þríhliða samkomulags milli seljanda skipsins, sem er félag tengt Samherja, kaupanda þess og namibískra stjórnvalda,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þorsteinn Már Baldursson og hans menn sem mættu á fund í Seðlabankanum síðla árs 2018. Í yfirlýsingunni frá í dag er fullyrt að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmanna félaga í samstæðu Samherja hafi réttarstöðu sakbornings í tengslum í Namibíu og enginn þeirra hefur viðhaft háttsemi sem gæti réttlætt slíkt.visir/vilhelm Fram kemur í frétt RÚV í dag að namibísk yfirvöld hafi aflétt kyrrsetningunni gegn því að söluvirðið, 2,3 milljarðar króna, yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem er fyrir dómstólum. Ekki er vikið að þessum þætti í yfirlýsingu Samherja. Þar segir þó að hugleiðingar einstakra lögreglumanna í Namibíu ráði engu um þær heimildir sem gilda almennt um framsal milli ríkja í tengslum við rekstur sakamála. Namibísk yfirvöld hafa engar lagaheimildir til að krefjast framsals yfir íslenskum ríkisborgurum þar sem enginn samningur er til staðar milli ríkjanna um framsalið. „Ekkert var vikið að þessu í frétt Ríkisútvarpsins. Þess skal getið að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmanna félaga í samstæðu Samherja hefur réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn í Namibíu og enginn þeirra hefur viðhaft háttsemi sem gæti réttlætt það. Ráðagerðir lögreglumannsins sem gerðar voru að fréttaefni eru því tilhæfulausar.“
Samherjaskjölin Namibía Fjölmiðlar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira