Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 16:19 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er einn mesti aðdáandi Rolling Stones hér á landi. Vísir/SigurjónÓ Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42