Dagskráin í dag: Martin, Messi, Ronaldo og nóg af golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 06:01 Martin er í beinni dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Juan Navarro/Getty Images Það er nóg um að vera í dag. Við bjóðum upp á þrjá leiki í spænska fótboltanum og einn í spænska körfuboltanum. Þá eru þrír leikir í ítalsak boltanum, einn í ensku B-deildinni og nóg af golfi. Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni. Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni.
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða