„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:30 Þórir Skarphéðinsson segir dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi. Vísir/Sigurjón Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira