Þetta kom fram í dagbók lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um ferðamannahóp að ræða sem mætti á skipulagða sýningu.
Lögregla fékk tilkynningu um hugsanlegt brot á sóttvarnarreglum vegna hópsins, en gildandi sóttvarnarreglugerð mælir fyrir um tíu manna samkomubann.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið nú til rannsóknar en lögregla gefur ekki upp hvar umrædd sýning átti sér stað.