„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. desember 2020 07:00 Arnar Lárusson (fyrir miðju) ásamt samstarfsfélögunum Juan Morales og Gregory Laredo hjá Tyme Wear. Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. „Tæknin okkar leysir af hólmi mælingar sem styðjast við hjartslátt,“ segir Arnar Lárusson stofnandi Tyme Wear. Tæknin í bolnum auðveldar þjálfurum og íþróttafólki að átta sig á því hvernig best er að haga æfingum og yfirstíga þröskulda í þjálfun til að bæta árangur. „Hver einstaklingur, hvort sem hann er atvinnu eða áhuga íþróttamaður, er með sína þröskulda sem skilgreina hvernig best erfyrir viðkomandi að æfa til að ná árangri. Tyme Wear mælir þessa þröskulda, og aðlagar æfingar fyrir notandann að þeim,“ segir Arnar. Tyme Wear er eitt þeirra fyrirtækja sem urðu til áratuginn eftir bankahrun. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Arnari Frey Lárussyni. Í sumar leiddi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins rúmlega 200 milljóna króna hlutafjáraukningu íslenskra og bandarískra aðila í fyrirtækinu. Erfitt en... Arnar viðurkennir að það kallar á mikla þrautseigju að fjármagna nýsköpunarvöru sem þarfnast tíma í rannsóknum, þróun og prófunum. „Tyme Wear er fyrsta fyrirtækið mitt og ég tala einungis af eigin reynslu. Í upphafi vinnunnar áttaði ég mig engan veginn á því hvað ég vissi lítið um feril þess að búa til nýja vöru og stofna fyrirtæki. Maður hefur minnstu tengslin við aðila sem geta hjálpað manni, hvort sem það er í vöruþróun eða fjármögnun,“ segir Arnar og bætir við: „Fyrir vöru sem ekki er til, eða er á byrjunarstigi, þá er hreinlega mjög erfitt að fá fjármagn.” Arnar segir mikilvægt að reyna að komast eins langt og hægt er með þróun og skilgreiningu á viðskiptavinum áður en sótt er fjármagn frá fagaðilum. „Ég segi fagaðilum því það eru allt önnur viðmið sem eiga sér stað þegar sótt er fjármagn frá vinum og ættingjum ef maður hefur aðgang að slíku. Það sem mér finnst eitt áhrifamesta viðmiðið kemur frá fjárfestinum Paul Graham sem sagði að besta leiðin fyrir sprotafyrirtæki til að sækja sér fjármagn sé að búa eitthvað til sem fólk vill, sem er mjög einföld speki, en gríðarlega erfið í framkvæmd,“ segir Arnar. Að sögn Arnars er aðalmálið þó að gefast ekki upp. Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei. Það er alltaf erfitt, en það venst þannig að maður tekur það ekki inná sig og lærir að sigta út það sem er gagnlegt og greina hvað vantaði uppá til að gera betur næst.“ Snjalltfatnaður frá Tyme Wear. Íslenskt hugvit „Tæknin okkar leysir af hólmi mælingar sem styðjast við hjartslátt. Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að hjartsláttarmælingar hafi allt að 29% skekkjumörk þegar kemur að nálgun þröskulda hvers og eins. Slík skekkja leiðir til þess að 60% af fólki nær ekki að bæta árangur og allt að 75% þeirra sem stunda hlaup ofþjálfar m.t.t. þröskuldanna sinna sem getur leitt til álagsmeiðsla,“ segir Arnar. Að sögn Arnars er enn sem komið er mjög lítil reynsla til í heiminum á hönnun, framleiðslu og dreifingu á snjalltfatnaði. Þá er lítið vitað um notkun og notendaupplifun á þeim gögnum sem snjallfatnaður nemur. Okkur hefur tekist að þróa vöruna þannig að notandinn gleymir að hann sé klæddur í hátæknilegan skynjara. Að þessu höfum við stefnt frá upphafi, að tæknin verði eðlilegur hluti af umhverfi okkar. Í dag eru gögnin frá Tyme Wear að skila frá sér jafn góðum niðurstöðum og rannsóknarstofa gerir á þoli og æfingarástandi notandans.“ Snemma á næsta ári munu birtast tvær vísindagreinar unnar af rannsakendum í háskólum í Bandaríkjunum þar sem niðurstöður verða kynntar á þeim mælingum sem bolurinn safnar. „Niðurstöðurnar eru gríðarlega spennandi fyrir okkur og í raun afgerandi fyrir því að gera öllum kleift að mæla þol og æfingarástand með einföldu móti,“ segir Arnar. Þróunartímabilið hefur verið langt og strangt ferli og að sögn Arnars er ekki auðvelt að fá fjármagn fyrir vöru sem enn er ekki til. En það tókst að lokum. Bandaríkjamarkaður og Evrópa Eins og fyrr segir, hófst sala í Bandaríkjunum í síðustu viku. „Sala hófst í Bandaríkjunum í síðustu viku í takmörkuðu upplagi. Stefnan er síðan að auka söluna á næsta ári og hefja svo undirbúning fyrir sölu í Evrópu undir lok næsta árs. Undanfarin ár hafa farið í ítarlegt þróunarferli, rannsóknarvinnu og notendaprófanir á vörunni. Tyme Wear sameinar rafbúnað, hugbúnað, og fatnað,“ segir Arnar og bætir við: „Eins mikil áskorun og þetta er, þá er gríðarlega spennandi að fá að vinna að sameiningu allra þessara þátta. Helstu vandamálin sem við höfum þurft að leysa eru samþætting þessara ólíku heima t.d. hvernig rafbúnaður getur staðist þvott. Til að varan skili árangri, þurfa gögnin frá henni að vera sambærileg þeim sem fást við mælingu á rannsóknarstofu.“ Arnar segir reynslu sína vera þá að fyrst sé mikilvægt að vinna prótótýpu sem virkar og skapa með henni eftirspurn. „Prótótýpan þarf ekki að vera fullkomin. Flest ný tækni byggist oft á einu eða tveim grunnatriðum sem skapa nánast allt virði tækninnar. Það er mikilvægt að frumkvöðullinn skilji hver þessi grunnatriði eru, og að þau virki í prótótýpunni. Allt hitt má vera límt á, óhannað og svo framvegis,“ segir Arnar. Þá segir hann mikilvægt að hafa notendur með í för eins snemma í ferlinu og hægt er. Þessa notendur þarf að velja af kostgæfni því þetta þarf að vera hópur fólks sem sjá tækifæri í vörunni og upplifa þörf fyrir hana. Tækni Tyme Wear leysir af hólmi þá tækni sem nemur hjartslátt. Þótt vindar blási: Nánar um fjármögnunarferlið Arnar segir reynslu þeirra sýna að í upphafi ferlisins horfi sprotafyrirtækjafjárfestar fyrst og fremst á að varan leysi raunverulegt vandamál, frekar en að til sé mjög ítarlegt viðskiptamódel. Mikilvægast fyrir sprotafyrirtækin er að leggja áherslu á vöru sem fólk vill nota. „Þetta þýðir ekki að viðskiptamódel skipti ekki máli, það þarf að sýna fram á hvernig tekjur munu koma inn. En ef maður nær að búa til vöru sem fólk vill nota þá eru miklar líkur á því að hægt sé að skapa tekjur af því. Það eru hins vegar hverfandi líkur á að skapa tekjur af vöru sem enginn vill en er samt með ítarlegt viðskiptamódel,“ segir Arnar. Spár gera ráð fyrir að á næstu 5-10 árum muni íþróttafólk að öllu jafnaði nota snjallfatnað. Hann viðurkennir að fjármögnun sprotafyrirtækja sé erfitt og undarlegt ferli. Þegar um nýsköpun er að ræða er líka oft erfitt að segja til um það hvenær verkefni er tilbúið í fjármögnun. „Í rauninni er maður ekki tilbúinn fyrr en einhver fjárfestir í þér, og það er bara ein leið til að komast að því og það er í gegnum mörg “nei”“ segir Arnar. Í tilfelli Tyme Wear var unnið í törnum að ákveðnum markmiðum. Til dæmis að prófa tæknina með notendum, ná að framleiða ákveðið mörg eintök og fleira. Þegar það sköpuðust tækifæri til að sækja fjármagn, var það gert. „Það er gott að vera með áætlun, en mikilvægt að bregðast við aðstæðum. Það kom upp þörf fyrir aukið fjármagn eða tækifæri til að sækja fjármagn og við nýttum þau. Oft gekk það ekki, en tókst samt að lokum,“ segir Arnar og bætir við: „Maður lærir að halda áfram að byggja og þróa verkefnið þrátt fyrir mótvind.“ Arnar viðurkennir að það sé oft erfitt að halda sínu striki þegar mótlætið er mikið. Það er mikilvægt að kunna taka gagnrýni og nýta hana á jákvæðan hátt til að koma verkefninu áfram. Þá þurfa frumkvöðlar að vera opnir fyrir því að viðurkenna galla eða vandamál sem þarf að leysa. Ef maður er of fastur á sinni sannfæringu þá er erfitt að viðurkenna gallana sem þarf að leysa til að verkefnið gangi upp, en maður má alls ekki missa sjónar af markmiðinu því þá fer allt í kássu og ekkert miðast áfram. Ég hef oft farið fram og til baka yfir þessa línu í þessu ferli.“ Fyrstu fjármögnunina náði Tyme Wear í þegar fyrsta prótóýpan virkaði. Hún var mjög langt frá því að vera tilbúin á markað en náði að sanna að hugmyndin var fræðilega möguleg. „Það voru nokkrir englafjárfestar sem tóku þátt í þeirri fjármögnun sem og fjölskylda og vinir. Næsta fjármögnun kom síðan þegar okkur hafði tekist að sýna fram á mjög góða fylgni milli gagnanna okkar og þeirra sem fást einungis á rannsóknarstofu, sú fjármögnun kom frá stærri fjárfestum. Síðan kom þriðja og stærsta fjárfestingin þegar við gátum sýnt fram á að það væri nægilega stór markaður og eftirspurn eftir vörunni okkar. Hún var leidd af Nýsköpunarsjóði með þátttöku einstakra fjárfesta sem fylgdu með. Næsta fjármögnun okkar verður á næsta ári þegar við höfum nægilega mikil gögn um „product market fit” sem er mælt í ákveðinni þróun á sölu og notkunarhegðun. Okkur hefur gengið mjög vel hingað til og fengið nánast allt okkar fjármagn frá íslenskum fjárfestum," segir Arnar og er bjartsýnn á framhaldið. Bolirnir eru nú þegar komnir í sölu í Bandaríkjunum og á næsta ári bætist Evrópa við. Verðmætasköpunin Viðskiptamódel Tyme Wear er þannig að með vörunni fylgir aðgangur að appi sem er notað til að birta upplýsingar úr þröskuldsmælingum og greina æfingar. Síðan er sérsniðin þjálfun seld sem áskriftarþjónusta. Nú þegar hefur hugmyndin að Tyme Wear skapað störf fyrir tíu manns. Starfsmenn dreifast víða um lönd. Þrír starfsmenn eru Íslendingar en aðrir frá Venezuela, Kanada, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Gangi spár eftir munu mjög margir íþróttamenn á heimsvísu nota snjalltfatnað á næstu fimm til tíu árum. Markmið Tyme Wear er að ná góðri markaðshlutdeild í Evrópu og gert ráð fyrir að nokkrir tugir starfa muni skapast hjá félaginu. Ísland hefur mikla sérstöðu og heimsathygli þegar kemur að íþróttum, og reynslan af markaðssetningu er mjög góð, því er ég mjög bjartsýnn um að okkur muni takast vel til.“ Heillaráð Arnars Við báðum Arnar um að gefa öðrum frumkvöðlum nokkur ráð: Skapaðu eitthvað sem fólk vill og hefur þörf fyrir. Leystu mikilvægt vandamál. Nýttu þá sérstöðu sem þú hefur á því sviði sem þú hefur mesta þekkingu á. Vertu móttækilegur fyrir gagnrýni og hlustaðu á aðra. Nýttu tímann vel. Það er auðvelt að eyða tíma í hluti sem koma verkefninu ekki áfram. Að vinna með notendum til að þróa vöruna er afar mikilvægt. Hafðu í huga að flest stærstu fyrirtæki í heiminum voru oftar en ekki byggð á hugmynd sem margir flokkuðu upphaflega sem ómerkilega. Allt mun taka lengri tíma en maður heldur. Margfalda allar tímaáætlanir með Pí, 3.14. Það er mikilvægt að rukka fyrir vöruna/þjónustuna eins snemma og hægt er. Það er sterk tilhneiging fyrir frumkvöðla að fullkomna vöruna sína. Það þarf að berjast gegn því. Eyddu eins litlum peningum í byrjun og mögulegt er. Þegar „product market fit” er ·náð, safnaðu eins miklum pening og þú getur til að koma vörunni út á markað. Nýsköpun Tækni Góðu ráðin Tengdar fréttir Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Tæknin okkar leysir af hólmi mælingar sem styðjast við hjartslátt,“ segir Arnar Lárusson stofnandi Tyme Wear. Tæknin í bolnum auðveldar þjálfurum og íþróttafólki að átta sig á því hvernig best er að haga æfingum og yfirstíga þröskulda í þjálfun til að bæta árangur. „Hver einstaklingur, hvort sem hann er atvinnu eða áhuga íþróttamaður, er með sína þröskulda sem skilgreina hvernig best erfyrir viðkomandi að æfa til að ná árangri. Tyme Wear mælir þessa þröskulda, og aðlagar æfingar fyrir notandann að þeim,“ segir Arnar. Tyme Wear er eitt þeirra fyrirtækja sem urðu til áratuginn eftir bankahrun. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Arnari Frey Lárussyni. Í sumar leiddi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins rúmlega 200 milljóna króna hlutafjáraukningu íslenskra og bandarískra aðila í fyrirtækinu. Erfitt en... Arnar viðurkennir að það kallar á mikla þrautseigju að fjármagna nýsköpunarvöru sem þarfnast tíma í rannsóknum, þróun og prófunum. „Tyme Wear er fyrsta fyrirtækið mitt og ég tala einungis af eigin reynslu. Í upphafi vinnunnar áttaði ég mig engan veginn á því hvað ég vissi lítið um feril þess að búa til nýja vöru og stofna fyrirtæki. Maður hefur minnstu tengslin við aðila sem geta hjálpað manni, hvort sem það er í vöruþróun eða fjármögnun,“ segir Arnar og bætir við: „Fyrir vöru sem ekki er til, eða er á byrjunarstigi, þá er hreinlega mjög erfitt að fá fjármagn.” Arnar segir mikilvægt að reyna að komast eins langt og hægt er með þróun og skilgreiningu á viðskiptavinum áður en sótt er fjármagn frá fagaðilum. „Ég segi fagaðilum því það eru allt önnur viðmið sem eiga sér stað þegar sótt er fjármagn frá vinum og ættingjum ef maður hefur aðgang að slíku. Það sem mér finnst eitt áhrifamesta viðmiðið kemur frá fjárfestinum Paul Graham sem sagði að besta leiðin fyrir sprotafyrirtæki til að sækja sér fjármagn sé að búa eitthvað til sem fólk vill, sem er mjög einföld speki, en gríðarlega erfið í framkvæmd,“ segir Arnar. Að sögn Arnars er aðalmálið þó að gefast ekki upp. Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei. Það er alltaf erfitt, en það venst þannig að maður tekur það ekki inná sig og lærir að sigta út það sem er gagnlegt og greina hvað vantaði uppá til að gera betur næst.“ Snjalltfatnaður frá Tyme Wear. Íslenskt hugvit „Tæknin okkar leysir af hólmi mælingar sem styðjast við hjartslátt. Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að hjartsláttarmælingar hafi allt að 29% skekkjumörk þegar kemur að nálgun þröskulda hvers og eins. Slík skekkja leiðir til þess að 60% af fólki nær ekki að bæta árangur og allt að 75% þeirra sem stunda hlaup ofþjálfar m.t.t. þröskuldanna sinna sem getur leitt til álagsmeiðsla,“ segir Arnar. Að sögn Arnars er enn sem komið er mjög lítil reynsla til í heiminum á hönnun, framleiðslu og dreifingu á snjalltfatnaði. Þá er lítið vitað um notkun og notendaupplifun á þeim gögnum sem snjallfatnaður nemur. Okkur hefur tekist að þróa vöruna þannig að notandinn gleymir að hann sé klæddur í hátæknilegan skynjara. Að þessu höfum við stefnt frá upphafi, að tæknin verði eðlilegur hluti af umhverfi okkar. Í dag eru gögnin frá Tyme Wear að skila frá sér jafn góðum niðurstöðum og rannsóknarstofa gerir á þoli og æfingarástandi notandans.“ Snemma á næsta ári munu birtast tvær vísindagreinar unnar af rannsakendum í háskólum í Bandaríkjunum þar sem niðurstöður verða kynntar á þeim mælingum sem bolurinn safnar. „Niðurstöðurnar eru gríðarlega spennandi fyrir okkur og í raun afgerandi fyrir því að gera öllum kleift að mæla þol og æfingarástand með einföldu móti,“ segir Arnar. Þróunartímabilið hefur verið langt og strangt ferli og að sögn Arnars er ekki auðvelt að fá fjármagn fyrir vöru sem enn er ekki til. En það tókst að lokum. Bandaríkjamarkaður og Evrópa Eins og fyrr segir, hófst sala í Bandaríkjunum í síðustu viku. „Sala hófst í Bandaríkjunum í síðustu viku í takmörkuðu upplagi. Stefnan er síðan að auka söluna á næsta ári og hefja svo undirbúning fyrir sölu í Evrópu undir lok næsta árs. Undanfarin ár hafa farið í ítarlegt þróunarferli, rannsóknarvinnu og notendaprófanir á vörunni. Tyme Wear sameinar rafbúnað, hugbúnað, og fatnað,“ segir Arnar og bætir við: „Eins mikil áskorun og þetta er, þá er gríðarlega spennandi að fá að vinna að sameiningu allra þessara þátta. Helstu vandamálin sem við höfum þurft að leysa eru samþætting þessara ólíku heima t.d. hvernig rafbúnaður getur staðist þvott. Til að varan skili árangri, þurfa gögnin frá henni að vera sambærileg þeim sem fást við mælingu á rannsóknarstofu.“ Arnar segir reynslu sína vera þá að fyrst sé mikilvægt að vinna prótótýpu sem virkar og skapa með henni eftirspurn. „Prótótýpan þarf ekki að vera fullkomin. Flest ný tækni byggist oft á einu eða tveim grunnatriðum sem skapa nánast allt virði tækninnar. Það er mikilvægt að frumkvöðullinn skilji hver þessi grunnatriði eru, og að þau virki í prótótýpunni. Allt hitt má vera límt á, óhannað og svo framvegis,“ segir Arnar. Þá segir hann mikilvægt að hafa notendur með í för eins snemma í ferlinu og hægt er. Þessa notendur þarf að velja af kostgæfni því þetta þarf að vera hópur fólks sem sjá tækifæri í vörunni og upplifa þörf fyrir hana. Tækni Tyme Wear leysir af hólmi þá tækni sem nemur hjartslátt. Þótt vindar blási: Nánar um fjármögnunarferlið Arnar segir reynslu þeirra sýna að í upphafi ferlisins horfi sprotafyrirtækjafjárfestar fyrst og fremst á að varan leysi raunverulegt vandamál, frekar en að til sé mjög ítarlegt viðskiptamódel. Mikilvægast fyrir sprotafyrirtækin er að leggja áherslu á vöru sem fólk vill nota. „Þetta þýðir ekki að viðskiptamódel skipti ekki máli, það þarf að sýna fram á hvernig tekjur munu koma inn. En ef maður nær að búa til vöru sem fólk vill nota þá eru miklar líkur á því að hægt sé að skapa tekjur af því. Það eru hins vegar hverfandi líkur á að skapa tekjur af vöru sem enginn vill en er samt með ítarlegt viðskiptamódel,“ segir Arnar. Spár gera ráð fyrir að á næstu 5-10 árum muni íþróttafólk að öllu jafnaði nota snjallfatnað. Hann viðurkennir að fjármögnun sprotafyrirtækja sé erfitt og undarlegt ferli. Þegar um nýsköpun er að ræða er líka oft erfitt að segja til um það hvenær verkefni er tilbúið í fjármögnun. „Í rauninni er maður ekki tilbúinn fyrr en einhver fjárfestir í þér, og það er bara ein leið til að komast að því og það er í gegnum mörg “nei”“ segir Arnar. Í tilfelli Tyme Wear var unnið í törnum að ákveðnum markmiðum. Til dæmis að prófa tæknina með notendum, ná að framleiða ákveðið mörg eintök og fleira. Þegar það sköpuðust tækifæri til að sækja fjármagn, var það gert. „Það er gott að vera með áætlun, en mikilvægt að bregðast við aðstæðum. Það kom upp þörf fyrir aukið fjármagn eða tækifæri til að sækja fjármagn og við nýttum þau. Oft gekk það ekki, en tókst samt að lokum,“ segir Arnar og bætir við: „Maður lærir að halda áfram að byggja og þróa verkefnið þrátt fyrir mótvind.“ Arnar viðurkennir að það sé oft erfitt að halda sínu striki þegar mótlætið er mikið. Það er mikilvægt að kunna taka gagnrýni og nýta hana á jákvæðan hátt til að koma verkefninu áfram. Þá þurfa frumkvöðlar að vera opnir fyrir því að viðurkenna galla eða vandamál sem þarf að leysa. Ef maður er of fastur á sinni sannfæringu þá er erfitt að viðurkenna gallana sem þarf að leysa til að verkefnið gangi upp, en maður má alls ekki missa sjónar af markmiðinu því þá fer allt í kássu og ekkert miðast áfram. Ég hef oft farið fram og til baka yfir þessa línu í þessu ferli.“ Fyrstu fjármögnunina náði Tyme Wear í þegar fyrsta prótóýpan virkaði. Hún var mjög langt frá því að vera tilbúin á markað en náði að sanna að hugmyndin var fræðilega möguleg. „Það voru nokkrir englafjárfestar sem tóku þátt í þeirri fjármögnun sem og fjölskylda og vinir. Næsta fjármögnun kom síðan þegar okkur hafði tekist að sýna fram á mjög góða fylgni milli gagnanna okkar og þeirra sem fást einungis á rannsóknarstofu, sú fjármögnun kom frá stærri fjárfestum. Síðan kom þriðja og stærsta fjárfestingin þegar við gátum sýnt fram á að það væri nægilega stór markaður og eftirspurn eftir vörunni okkar. Hún var leidd af Nýsköpunarsjóði með þátttöku einstakra fjárfesta sem fylgdu með. Næsta fjármögnun okkar verður á næsta ári þegar við höfum nægilega mikil gögn um „product market fit” sem er mælt í ákveðinni þróun á sölu og notkunarhegðun. Okkur hefur gengið mjög vel hingað til og fengið nánast allt okkar fjármagn frá íslenskum fjárfestum," segir Arnar og er bjartsýnn á framhaldið. Bolirnir eru nú þegar komnir í sölu í Bandaríkjunum og á næsta ári bætist Evrópa við. Verðmætasköpunin Viðskiptamódel Tyme Wear er þannig að með vörunni fylgir aðgangur að appi sem er notað til að birta upplýsingar úr þröskuldsmælingum og greina æfingar. Síðan er sérsniðin þjálfun seld sem áskriftarþjónusta. Nú þegar hefur hugmyndin að Tyme Wear skapað störf fyrir tíu manns. Starfsmenn dreifast víða um lönd. Þrír starfsmenn eru Íslendingar en aðrir frá Venezuela, Kanada, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Gangi spár eftir munu mjög margir íþróttamenn á heimsvísu nota snjalltfatnað á næstu fimm til tíu árum. Markmið Tyme Wear er að ná góðri markaðshlutdeild í Evrópu og gert ráð fyrir að nokkrir tugir starfa muni skapast hjá félaginu. Ísland hefur mikla sérstöðu og heimsathygli þegar kemur að íþróttum, og reynslan af markaðssetningu er mjög góð, því er ég mjög bjartsýnn um að okkur muni takast vel til.“ Heillaráð Arnars Við báðum Arnar um að gefa öðrum frumkvöðlum nokkur ráð: Skapaðu eitthvað sem fólk vill og hefur þörf fyrir. Leystu mikilvægt vandamál. Nýttu þá sérstöðu sem þú hefur á því sviði sem þú hefur mesta þekkingu á. Vertu móttækilegur fyrir gagnrýni og hlustaðu á aðra. Nýttu tímann vel. Það er auðvelt að eyða tíma í hluti sem koma verkefninu ekki áfram. Að vinna með notendum til að þróa vöruna er afar mikilvægt. Hafðu í huga að flest stærstu fyrirtæki í heiminum voru oftar en ekki byggð á hugmynd sem margir flokkuðu upphaflega sem ómerkilega. Allt mun taka lengri tíma en maður heldur. Margfalda allar tímaáætlanir með Pí, 3.14. Það er mikilvægt að rukka fyrir vöruna/þjónustuna eins snemma og hægt er. Það er sterk tilhneiging fyrir frumkvöðla að fullkomna vöruna sína. Það þarf að berjast gegn því. Eyddu eins litlum peningum í byrjun og mögulegt er. Þegar „product market fit” er ·náð, safnaðu eins miklum pening og þú getur til að koma vörunni út á markað.
Nýsköpun Tækni Góðu ráðin Tengdar fréttir Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00
Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00