Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Lögmannafélags Íslands sem segir miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um opinberan stuðning, eða gjafsókn, við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Lögum samkvæmt eigi fólk að hafa jafnan aðgang að dómstólum.

Þá heyrum við í íbúa á Hvanneyri sem lýsir nístingsfrosti í bænum í dag en þar fór hitinn niður í -16,8 gráður og hittum hótelstarfsmenn sem gengu, hjóluðu og hlupu þrjú þúsund kílómetra í nóvember.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö, en áfram fréttir á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×