Enski boltinn

Moyes kennir dómaranum um tapið: Boltinn var fyrir ofan höfuðið á mér

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Moyes ræddi lengi við dómarana í leikslok.
Moyes ræddi lengi við dómarana í leikslok. vísir/Getty

David Moyes, stjóri West Ham, segir eina slæma ákvörðun dómarateymisins hafa skemmt leikinn fyrir sínu liði þegar West Ham beið lægri hlut fyrir Man Utd í kvöld.

David Moyes, stjóri West Ham, segir eina slæma ákvörðun dómarateymisins hafa skemmt leikinn fyrir sínu liði þegar West Ham beið lægri hlut fyrir Man Utd í kvöld.

Moyes hraunaði yfir dómarateymið í viðtali eftir leik en hann var mjög ósáttur með að jöfnunarmark Paul Pogba skyldi hafa staðið þar sem hann vildi meina að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda marksins.

„Við spiluðum mjög vel. Eina ástæðan fyrir því að við misstum leikinn úr höndunum var slæm ákvörðun dómaranna. Boltinn fór fyrir ofan höfuðið á mér. Það var enginn í betri aðstöðu til að sjá það en ég,“ sagði Moyes.

„Línuvörðurinn segist ekki hafa séð þetta. Það er lélegt. Boltinn var farinn útaf. Það sést best á viðbrögðum leikmanna. Allir okkar leikmenn voru sammála um þetta. Það slokknaði á okkur við þetta og það er mjög svekkjandi,“ sagði Moyes.

Atvikið sem um ræðir var skoðað með VAR myndbandatækninni en Moyes segir engu að síður að þetta hafi verið röng ákvörðun sem hafi skemmt leikinn fyrir sínu liði.

„Ég er ánægður með að við sýndum stuðningsmönnunum flotta frammistöðu, sérstaklega í 60 mínútur. Ég er svekktur að við skyldum ekki geta gefið þeim úrslit en ég tel að dómararnir hafi haft mikil áhrif á það,“ sagði Moyes.


Tengdar fréttir

Enn ein endurkoman hjá Man Utd

Manchester United fór illa með West Ham í síðari hálfleik eftir að West Ham hafði töluverða yfirburði í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×