Erlent

Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eins gott að fara varlega.
Eins gott að fara varlega. JAXA/EPA

Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi.

Hylkið lenti í eyðimörkinni í Ástralíu í gær og benda athuganir vísindamanna til þess að það hafi snúið aftur til jarðar í heilu lagi.

Hylkinu var skotið til jarðar frá japanska geimfarið Hayabusa2 sem lenti í fyrra á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Hayabusa2 var skotið á loft frá jörðu í desember 2014. Vonast var til þess að ferðin gæti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni, en Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn.

Þar skaut geimfarið eins konar byssukúlu á yfirborð smástirnisins. Þyrlaði það upp ryki og öðru efni, sem nú er komið til jarðar með hylkinu sem lenti í Ástralíu í gær.


Tengdar fréttir

Vörpuðu sprengju á smástirni

Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu.

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×