Fótbolti

Stuðningsmenn FCK tóku vel á móti Kjartani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn FCK voru hressir á pöllunum í kvöld.
Stuðningsmenn FCK voru hressir á pöllunum í kvöld. Lars Ronbog/Getty

Stuðningsmenn FCK elska Kjartan Henry Finnbogason eftir að hann gerði út um titilvonir erkióvinina í Bröndby tímabilið 2017/2018.

Kjartan Henry Finnbogason spilaði stóran þátt í því að FC Midtjylland varð meistari, en ekki Bröndby, tímabilið 2017/2018.

Kjartan Henry skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli Horsens gegn Bröndby í maímánuði árið 2018 og það síðara kom í uppbótartíma.

Jafnteflið gerði það að verkum að Bröndby missti titilinn frá sér og stuðningsmenn FCK, sem eru helsti erkióvinir Bröndby, hafa ekki gleymt þætti Kjartans.

Kjartan var mættur með Horsens á Parken í dag að mæta FCK og þegar byrjunarliðin voru lesin upp fögnuðu þeir stuðningsmenn sem fengu að mæta á völlinn í kvöld ákaflega þegar nafn Kjartans var lesið upp.

FCK vann leikinn að endingu 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik; frá þeim Rasmus Falk og  Zeca. Kjartan Henry var tekinn af velli er stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK. Sömu sgögu má segja af Ágústi Hlynssyni hjá Horsens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×