Ronald Komen, stjóri Barcelona, var allt annað en sáttur með sína menn í 2-1 tapinu gegn Cadiz á útivelli í spænska boltanum í gærkvöldi.
Alvaro Negredo tryggði Cadiz sigurinn en Börsungar eru eftir tapið í sjöunda sæti deildarinnar. Þeir eru einungis þremur stigum frá fallsæti og eru komnir langt á eftir toppliði Atletico Madrid.
„Það er erfitt að útskýra þetta tap,“ sagði Koeman á fréttamannafundi eftir leikinn.
„Við komum hingað eftir nokkra góða leiki en fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Við vorum betri í síðari hálfleiknum en við töpuðum vegna klaufalegra mistaka sem þú getur ekki gert.“
„Viðhorfið var ekki gott og það er mjög erfitt að útskýra mörkin sem við fengum á okkur. Ég held að við höfum ekki verið nægilega einbeittir. Okkur vantaði ákefð án boltans og það gæti verið ástæðan fyrir mörkunum.“
Ronald Koeman TEARS into Barcelona's stars for bad attitude in shock Cadiz defeat https://t.co/NL0fDYDow4
— MailOnline Sport (@MailSport) December 6, 2020

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.