Brynjar Þór Björnsson, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta og fyrrum landsliðsmaður, var í settinu í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið hjá þeim Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni.
Farið var yfir víðan völl með Brynjari en hann valdi fimm manna draumalið af þeim íslenskum leikmönnum sem hann hefur spilað með. Hann hefur bara leikið með KR á Íslandi ef undan er skilið eitt tímabil með Tindastóli.
Brynjar var beðinn um að velja fimm manna íslenskt draumalið og það kom engum á óvart að leikstjórnandinn var Pavel Ermolinskij. „Hann er besti leikmaðurinn á þessum áratugi,“ sagði Brynjar.
Þrátt fyrir að liðið hafi átt að vera íslenskt þá stalst einn erlendur leikmaður inn í liðið hjá Brynjari en lið Brynjars má sjá hér að neðan sem og umræðuna úr þættinum á föstudagskvöldið.
Lið Brynjars:
Leikstjórnandi: Pavel Ermolinskij
Skotbakvörður: Jón Arnór Stefánsson
Þristurinn: Helgi Már Magnússon
Fjarkinn: Hlynur Bæringsson
Fimman: Michael Craion