Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Jón Þór Hauksson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið frá árinu 2018. Vísir/Vilhelm Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. Sigurhátíð íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Búdapest á þriðjudagskvöldið í síðustu viku gæti sett mikinn svip á framtíð liðsins því það virðist vera sem að Knattspyrnusamband Íslands þurfi að velja á milli þjálfarans og nokkurra leikmanna liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þá íhuga nokkrir leikmenn, sem hafa verið fastakonur í landsliðinu, að gefa ekki kost á sér í komandi landsliðsverkefni vegna hegðunar landsliðsþjálfarans. Margir leikmannanna voru í uppnámi eftir atvik síðustu viku og eftir því sem mbl.is kemst næst situr það enn í mörgum þeirra þrátt fyrir að þjálfarinn hafi haft samband og beðist afsökunar á hegðun sinni. Jón Þór Hauksson hefur verið í sóttkví síðan að hann kom til landsins frá Ungverjalandi en mun fá tækifæri til að skýra sitt mál þegar hann losnar úr henni. Fótbolti.net sagði fyrst frá því að Jón Þór Hauksson hafi verið undir áhrifum áfengis í fögnuði liðsins eftir að sætið á EM var í höfn og að landsliðsþjálfarinn hafi þótt fara langt yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi eftir þau samtöl. Íslenska liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með 1-0 sigri á Ungverjalandi í síðustu viku en liðið er öruggt með að vera eitt af liðunum í öðru sæti sem fer beint á EM. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 og því er langt í mótið. Næstu verkefni íslenska kvennalandsliðsins er því undankeppni HM í knattspyrnu en næsta úrslitakeppni hennar fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Sigurhátíð íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Búdapest á þriðjudagskvöldið í síðustu viku gæti sett mikinn svip á framtíð liðsins því það virðist vera sem að Knattspyrnusamband Íslands þurfi að velja á milli þjálfarans og nokkurra leikmanna liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þá íhuga nokkrir leikmenn, sem hafa verið fastakonur í landsliðinu, að gefa ekki kost á sér í komandi landsliðsverkefni vegna hegðunar landsliðsþjálfarans. Margir leikmannanna voru í uppnámi eftir atvik síðustu viku og eftir því sem mbl.is kemst næst situr það enn í mörgum þeirra þrátt fyrir að þjálfarinn hafi haft samband og beðist afsökunar á hegðun sinni. Jón Þór Hauksson hefur verið í sóttkví síðan að hann kom til landsins frá Ungverjalandi en mun fá tækifæri til að skýra sitt mál þegar hann losnar úr henni. Fótbolti.net sagði fyrst frá því að Jón Þór Hauksson hafi verið undir áhrifum áfengis í fögnuði liðsins eftir að sætið á EM var í höfn og að landsliðsþjálfarinn hafi þótt fara langt yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi eftir þau samtöl. Íslenska liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi með 1-0 sigri á Ungverjalandi í síðustu viku en liðið er öruggt með að vera eitt af liðunum í öðru sæti sem fer beint á EM. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 og því er langt í mótið. Næstu verkefni íslenska kvennalandsliðsins er því undankeppni HM í knattspyrnu en næsta úrslitakeppni hennar fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51