Paul Scholes hrósaði Liverpool liðinu mikið við mikla kátínu Púlara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:31 Paul Scholes og leikmenn Liverpool fagna síðan einu marka sinna í gær. Getty/Samsett/Peter Powell Liverpool liðið sýndi sínar bestu hliðar í sannfærandi sigri í fyrsta leiknum á Anfield eftir að áhorfendur fengu að snúa aftur. Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter. Enski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool voru skiljanlega afar sáttir með stórsigurinn á Úlfanum í ensku úrvalsdeildinni gær og enn kátari þegar þeir heyrðu Manchester United goðsögnina ausa endalausu hrósi yfir liðið. Manchester United goðsögnin Paul Scholes talaði vel um Liverpool í gærkvöldi eftir frábæra frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigri á Wolves. Scholes spáir því að Liverpool verji enska meistaratitilinn næsta vor. Liverpool er í dag í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Tottenham en verri markatölu. Scholes talaði sérstaklega um Georginio Wijnaldum og framtíð hans hjá Liverpool. Wijnaldum hefur enn ekki gengið frá nýjum samningi. "Scholes has become an excellent pundit overnight" "Watching Scholes praise us for 30 mins was glorious" "I like Scholes now - there I said it!"Paul Scholes' comments on Liverpool have gone down well with Reds' supporters https://t.co/9cG4AM74tu— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Georginio Wijnaldum var orðaður við Barcelona síðasta sumar og virtist vera á útleið eftir að Liverpool keypti Thiago Alcantara. Thiago meiddist hins vegar fljótlega og hefur ekki spilað síðan. Á sama tíma hefur Georginio Wijnaldum spilað næstum því alla leiki. Wijnaldum lék vel í gær og skoraði eitt marka Liverpool í leiknum. „Af hverju ætti hann að vilja yfirgefa þennan stað? Þetta lið er að spila sóknarbolta og hann er að spila í hverri viku,“ sagði Paul Scholes. „Ég veit að það var eitthvað tal um Barcelona í sumar og hann var orðaður við þá en það kom ekkert út úr því,“ sagði Scholes. „Hvort sem hann vildi fara eða ekki, það veit ég ekkert um. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa svona fótboltalið. Ég tel að þeir muni vinna deildina aftur og þetta er lið sem er mjög spennandi að spila með,“ sagði Scholes. Stuðningsmenn Liverpool höfðu sérstaka ánægju af því að hlusta á Paul Scholes hrósa Liverpool liðinu í þrjátíu mínútur eftir leikinn í gær. Þeir fögnuðu því mikið á Twitter.
Enski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira