Vandræðaleg mistök á treyju nýju hetju Liverpool liðsins leiðrétt í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:01 Caoimhin Kelleher hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur leikjunum með Liverpool. Getty/Andrew Powell Caoimhín Kelleher hefur skapað sér nafn á Anfield með því að halda markinu hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum. Það voru þó ekki allir hjá félaginu með nafnið á hreinu. Markvörðurinn Caoimhín Kelleher hefur komið sterkur inn í Liverpool liðið á síðustu dögum. Fyrst hélt hann hreinu í sigri á Ajax í Meistaradeildinni og svo hélt hann hreinu í sigri á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kelleher hefur varið nokkrum sinnum vel í báðum leikjum og séð til þess að Liverpool menn sakna ekki Alisson Becker eins mikið. Þetta voru tveir fyrstu leikir Caoimhín Kelleher í marki Liverpool í þessum tveimur stærstu keppnum og hann stóðst þessu stóru próf afar vel. Liverpool spell Cork-born goalkeeper Caoimhín Kelleher's name wrong on Premier League debut jerseyhttps://t.co/Z6QzUr1hSc pic.twitter.com/tA4bUhwg7e— Independent Sport (@IndoSport) December 6, 2020 Glöggir áhorfendur tóku hins vegar eftir því að Caoimhín Kelleher var ekki réttnefndur aftan á markmannstreyju sinni í leiknum á móti Úlfunum í gær. Það vantaði nefnilega eitt e í nafnið aftan á markamannstreyjunni. Caoimhín Kelleher var Kellher á markmannstreyjunni. Starfsmenn Liverpool áttuðu sig þó á þessu og írski markvörðurinn skipti um markmannstreyju í hálfleik. Caoimhín Kelleher has now kept a clean sheet on his Champions League debut and Premier League debut for Liverpool.Now they just need to get him a new shirt. pic.twitter.com/hkVryiDG94— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2020 Miðað við byrjun hans hjá Liverpool þá ætti allir á Anfield að vera núna búnir að læra nafnið Kelleher. Caoimhín Kelleher gleymir ekki þessum fimm dögum enda mögnuð byrjun hjá þessu írska 21 árs landsliðsmarkverði. Það er ekki vitað hvað hann gerði við markmannstreyjuna úr fyrri hálfleiknum. Hún fór kannski beint í ruslið en annars gæti hún verið safngripur fyrir einhvern áhugasaman um mistök sem þessi. Kelleher wearing a shirt with his name spelt wrong... pic.twitter.com/us4MmkGDqw— LiverpoolFF (@LiverpoolFF) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Markvörðurinn Caoimhín Kelleher hefur komið sterkur inn í Liverpool liðið á síðustu dögum. Fyrst hélt hann hreinu í sigri á Ajax í Meistaradeildinni og svo hélt hann hreinu í sigri á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kelleher hefur varið nokkrum sinnum vel í báðum leikjum og séð til þess að Liverpool menn sakna ekki Alisson Becker eins mikið. Þetta voru tveir fyrstu leikir Caoimhín Kelleher í marki Liverpool í þessum tveimur stærstu keppnum og hann stóðst þessu stóru próf afar vel. Liverpool spell Cork-born goalkeeper Caoimhín Kelleher's name wrong on Premier League debut jerseyhttps://t.co/Z6QzUr1hSc pic.twitter.com/tA4bUhwg7e— Independent Sport (@IndoSport) December 6, 2020 Glöggir áhorfendur tóku hins vegar eftir því að Caoimhín Kelleher var ekki réttnefndur aftan á markmannstreyju sinni í leiknum á móti Úlfunum í gær. Það vantaði nefnilega eitt e í nafnið aftan á markamannstreyjunni. Caoimhín Kelleher var Kellher á markmannstreyjunni. Starfsmenn Liverpool áttuðu sig þó á þessu og írski markvörðurinn skipti um markmannstreyju í hálfleik. Caoimhín Kelleher has now kept a clean sheet on his Champions League debut and Premier League debut for Liverpool.Now they just need to get him a new shirt. pic.twitter.com/hkVryiDG94— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2020 Miðað við byrjun hans hjá Liverpool þá ætti allir á Anfield að vera núna búnir að læra nafnið Kelleher. Caoimhín Kelleher gleymir ekki þessum fimm dögum enda mögnuð byrjun hjá þessu írska 21 árs landsliðsmarkverði. Það er ekki vitað hvað hann gerði við markmannstreyjuna úr fyrri hálfleiknum. Hún fór kannski beint í ruslið en annars gæti hún verið safngripur fyrir einhvern áhugasaman um mistök sem þessi. Kelleher wearing a shirt with his name spelt wrong... pic.twitter.com/us4MmkGDqw— LiverpoolFF (@LiverpoolFF) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira