Ings skaut Sout­hampton upp í fimmta sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Danny Ings tryggði Southampton þrjú stig í kvöld.
Danny Ings tryggði Southampton þrjú stig í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt

Southampton vann Brighton & Hove Albion í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 en Danny Ings skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 81. mínútu leiksins.

Heimamenn í Brighton komust yfir, einnig með marki úr vítaspyrnu, en James Ward-Prowse handlék þá knöttinn innan vítateigs. Pascal Gross fór á punktinn, líkt og gegn Liverpool, og skoraði af öryggi.

Þannig var staðan þangað til undir lok fyrri hálfleiks er Southampton fékk hornspyrnu. Ward-Prowse negldi boltanum fyrir markið og Daninn hávaxi Jannik Vestergaard stangaði knöttinn í netið.

Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Raunar var hún þannig allt fram á 81. mínútu þegar Solly March fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Kyle Walker-Peters innan vítateigs.

Ings fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Southampton þar með komið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki á meðan Brighton er með 10 stig í 16. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira