Ings skaut Southampton upp í fimmta sætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 21:55 Danny Ings tryggði Southampton þrjú stig í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt Southampton vann Brighton & Hove Albion í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 en Danny Ings skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 81. mínútu leiksins. Heimamenn í Brighton komust yfir, einnig með marki úr vítaspyrnu, en James Ward-Prowse handlék þá knöttinn innan vítateigs. Pascal Gross fór á punktinn, líkt og gegn Liverpool, og skoraði af öryggi. Þannig var staðan þangað til undir lok fyrri hálfleiks er Southampton fékk hornspyrnu. Ward-Prowse negldi boltanum fyrir markið og Daninn hávaxi Jannik Vestergaard stangaði knöttinn í netið. James Ward-Prowse has been directly involved in 7 (4 & 3 ) goals in his last 6 Premier League games.Pinpoint delivery for the equaliser. pic.twitter.com/67CRbRYy3G— Statman Dave (@StatmanDave) December 7, 2020 Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Raunar var hún þannig allt fram á 81. mínútu þegar Solly March fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Kyle Walker-Peters innan vítateigs. Ings fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Southampton þar með komið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki á meðan Brighton er með 10 stig í 16. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Southampton vann Brighton & Hove Albion í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 en Danny Ings skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 81. mínútu leiksins. Heimamenn í Brighton komust yfir, einnig með marki úr vítaspyrnu, en James Ward-Prowse handlék þá knöttinn innan vítateigs. Pascal Gross fór á punktinn, líkt og gegn Liverpool, og skoraði af öryggi. Þannig var staðan þangað til undir lok fyrri hálfleiks er Southampton fékk hornspyrnu. Ward-Prowse negldi boltanum fyrir markið og Daninn hávaxi Jannik Vestergaard stangaði knöttinn í netið. James Ward-Prowse has been directly involved in 7 (4 & 3 ) goals in his last 6 Premier League games.Pinpoint delivery for the equaliser. pic.twitter.com/67CRbRYy3G— Statman Dave (@StatmanDave) December 7, 2020 Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Raunar var hún þannig allt fram á 81. mínútu þegar Solly March fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Kyle Walker-Peters innan vítateigs. Ings fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Southampton þar með komið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki á meðan Brighton er með 10 stig í 16. sæti.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti