Fótbolti

„Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joachim Löw á blaðamannafundi í gær.
Joachim Löw á blaðamannafundi í gær. getty/Thomas Böcker-DFB

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands.

Auk Þýskalands og Íslands eru Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein í J-riðli undankeppninnar.

„Þetta er mjög áhugavert yfirhöfuð. Það er ljóst að við erum sigurstranglegasta liðið í riðlinum og að sjálfsögðu er markmið okkar að vinna hann. Ég tel þetta áhugaverðan riðil með Íslandi, Rúmeníu og hinum liðunum en við erum líklegastir til afreka,“ sagði Löw eftir dráttinn.

Þjóðverjinn hrósaði íslenska liðinu fyrir þann árangur sem það hefur náð á síðustu árum.

„Ísland hefur stolið senunni á stórmótum á undanförnum árum. Alltaf þegar þeir spiluðu var frábær stemmning á vellinum. Þetta er mjög skipulagt lið sem spilar ferskan og hraðan fótbolta,“ sagði Löw.

„Rúmenar eru með mjög ungt lið og margir þeirra léku á EM U-21 árs liða þar sem þeir komust í undanúrslit. Þeir eru með mjög góða leikmenn.“

Efsta liðið í hverjum riðli í undankeppninni kemst beint á HM í Katar en liðin í 2. sæti fara í umspil. Evrópa á alls þrettán sæti á HM 2022 sem síðasta heimsmeistaramótið með 32 liðum.


Tengdar fréttir

Guðni segir að Ís­land stefni á annað efstu sætanna

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir sambandið og íslenska landsliðið verða að stefna á annað efstu sætanna í undankeppni HM í knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali Guðna við íþróttavef mbl.is fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×