Biður grænlensku börnin afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 12:36 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sent þeim einstaklingum sem enn eru á lífi opið bréf. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. Danska ríkisstjórnin og heimastjórn Grænlands kynntu í morgun skýrslu rannsóknarnefndar um málið. DR segir frá því að tilgangur þess að börnin hafi verið send til Danmerkur á sínum tíma hafi að sögn verið að skapa þeim betra líf, en eftir því sem árin liðu fór málið að snúast um að nýta börnin sem „brú“ milli Danmerkur og Grænlands með það að markmiði að það gæti nýst uppbyggingu og þróun á Grænlandi. Rannsóknin sneri meðal annars að aðdraganda tilraunarinnar, hvaða börn hafi orðið fyrir valinu, hverjar aðstæður og upplifun barnanna voru í Danmörku og Grænlandi og þær mannlegu afleiðingar sem tilraunin hafði á umrædd börn. „Ég hef fylgst með málinu í mörg ár og þeir miklu, mannlegu harmleikir sem þarna koma við sögu snerta mig enn mikið,“ sagði Frederiksen í morgun. Hún segir ljóst að hagsmunir barnanna hafi fengið að víkja. „Þau misstu tengslin við fjölskyldur sínar og ætt, lífssögu þeirra, til Grænlands og þar með til síns fólks. Við getum ekki breytt því. Þetta gerðist. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við hefðum átt að passa upp á, en brugðumst,“ sagði danski forsætisráðherrann í dag. Frekeriksen hefur sent bréf til umræddra einstaklinga, en af þeim eru sex enn á lífi. Flest börnin sneru aftur til Grænlands eftir rúmt ár í Danmörku. Var mörgum þeirra komið fyrir á upptökuheimilum í Nuuk, en sex barnanna urðu eftir í Danmörku og ættleidd af dönskum fjölskyldum. Grænland Danmörk Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Danska ríkisstjórnin og heimastjórn Grænlands kynntu í morgun skýrslu rannsóknarnefndar um málið. DR segir frá því að tilgangur þess að börnin hafi verið send til Danmerkur á sínum tíma hafi að sögn verið að skapa þeim betra líf, en eftir því sem árin liðu fór málið að snúast um að nýta börnin sem „brú“ milli Danmerkur og Grænlands með það að markmiði að það gæti nýst uppbyggingu og þróun á Grænlandi. Rannsóknin sneri meðal annars að aðdraganda tilraunarinnar, hvaða börn hafi orðið fyrir valinu, hverjar aðstæður og upplifun barnanna voru í Danmörku og Grænlandi og þær mannlegu afleiðingar sem tilraunin hafði á umrædd börn. „Ég hef fylgst með málinu í mörg ár og þeir miklu, mannlegu harmleikir sem þarna koma við sögu snerta mig enn mikið,“ sagði Frederiksen í morgun. Hún segir ljóst að hagsmunir barnanna hafi fengið að víkja. „Þau misstu tengslin við fjölskyldur sínar og ætt, lífssögu þeirra, til Grænlands og þar með til síns fólks. Við getum ekki breytt því. Þetta gerðist. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við hefðum átt að passa upp á, en brugðumst,“ sagði danski forsætisráðherrann í dag. Frekeriksen hefur sent bréf til umræddra einstaklinga, en af þeim eru sex enn á lífi. Flest börnin sneru aftur til Grænlands eftir rúmt ár í Danmörku. Var mörgum þeirra komið fyrir á upptökuheimilum í Nuuk, en sex barnanna urðu eftir í Danmörku og ættleidd af dönskum fjölskyldum.
Grænland Danmörk Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira