Ferðast 114 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:00 Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn hafa hannað og unnið að götumynd Aðalstrætis eins og það leit út fyrir 114 árum. Vísir/Egill Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma. Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón
Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira