Það verða ekki sömu dómarar sem dæma leikinn annað kvöld.
Í kvöld mættust PSG og Başakşehir í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn stefndu á sigur til að vinna riðilinn sem innihélt einnig RB Leipzig og Manchester United. Gestirnir frá Tyrklandi voru aðeins að spila upp á stoltið enda á botni riðilsins með aðeins þrjú stig eftir fimm leiki.
Á 14. mínútu átti sér stað atvik sem leiddi til þess að bæði lið gengu af velli. Dómari leiksins kom þá að bekk gestanna til að reka einn í starfsliði þeirra út af. Þá mun fjórði dómari leiksins hafa bent á Pierre Webó og notað niðrandi orð til að lýsa húðlit Webó.
UEFA is aware of an incident during tonight s Champions League match between Paris Saint-Germain and Istanbul Basaksehir and will be conducting a thorough investigation.
— UEFA (@UEFA) December 8, 2020
Racism, and discrimination in all its forms, has no place within football.
#NoToRacism
Í kjölfarið sauð allt upp úr og á endanum gengu leikmenn sem og starfslið Başakşehir til búningsherbergja og neituðu að klára leikinn. Leikmenn PSG gerðu slíkt hið sama
Nú hefur UEFA gefið út að þær mínútur sem eftir lifa leiks verði leiknar á morgun en staðan var markalaus er leikurinn var blásinn af. Fer leikurinn fram annað kvöld klukkan 18.55 með nýjum dómurum.
Hér að neðan má sjá myndbönd af því sem fram fór í París í kvöld.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.