Fótbolti

Salah fljótastur og marka­hæstur hjá Liver­pool í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær.
Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær. EPA-EFE/Henning Bagger

Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins.

Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu.

Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn.

Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins.

„Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×