Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 18:11 Björn Leifsson er eigandi World Class. Gestur Jónsson lögmaður ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd Björns. Vísir Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. Þar vísar hann til tölfræði um fjölda smita sem rakin hafa verið til sundlauga og líkamsræktarstöðva. Sú tölfræði sem hann gerir athugasemd við er að 36 smit hafi verið rekin til líkamsræktarstöðva en aðeins fimm til sundlauga. Þær tölur eru þó fengnar frá smitrakningarteymi almannavarna og greindi Vísir einnig frá þeim í gær. „Þetta er skrítin frétt. Þann 13. október sl birtist frétt um að sex einstaklingar hefðu greinst með smit sem rakið væri til morgunsunds í lauginni að Hrafnagili í Eyjafirði. Síðar barst frétt um að starfsmaður við Breiðholtslaug hefði smitast. Vel má vera að tilvikin séu fleiri. Þegar af þessari ástæðu virðist fréttin um fjölda smita í sundlaugum vera röng," skrifar Gestur í athugasemd til RÚV. Hann segir þó að öllum líkindum vera rétt að fleiri smit hafi greinst í Reykjavík en á Hvammstanga, en þó mætti ekki draga þá ályktun að meiri smithætta sé þar. Sami annmarki væri á samanburði smita í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum, enda færu fleiri í líkamsræktarstöðvar að jafnaði. „Án þess að vita hve margir fara í sund og hve margir mæta í líkamsrækt er þessi samanburður algjörlega ómarktækur. Mér skilst að mætingar í líkamsrækt séu meira en þrisvar sinnum fleiri í Reykjavík en mætingar í sund.“ Sundlaugar hafa opnað aftur en líkamsræktarstöðvum er óheimilt að hefja starfsemi á ný. Sundlaugarnar fengu einnig að opna fyrr eftir samkomubann í vor og mynduðust langar raðir þegar opnað var á miðnætti. Vísir Hafa ekki áreiðanlegan samanburð á mætingu Á vef World Class, þar sem athugasemd Gests til RÚV er birt, kemur einnig fram að athugasemdirnar snúi aðeins að því að málefnalega sé staðið að ákvörðunum þar sem fyrirtækjum er gert að stöðva starfsemi. Björn Leifsson, eigandi World Class, bætir við að World Class búi ekki yfir áreiðanlegum upplýsingu um þann fjölda sem mæti í heilsurækt og sundlaugar. Þó telji hann öruggt að fleiri mæti í líkamsrækt í Reykjavík en í sundlaugar, sennilega þrisvar sinnum fleiri. „Um smitin sem tengjast líkamsræktinni vitum við fátt. Okkur er ekki kunnugt um að neitt smit verði rakið til World Class stöðvar. Þegar smit hefur komið upp, t.d. í leikskóla, kemur fram í fréttum að gripið er til ráðstafana sem virðast felast í því að yfirvöld láta loka viðkomandi leikskóla og sótthreinsa allt áður en starfsemin hefst að nýju. Ekkert slíkt hefur komið frá sóttvarnaryfirvöldum gagnvart starfsemi World Class,“ skrifar Björn. Hann segir World Class hvorki hafa fengið athugasemdir um sóttvarnir né fregnir af því að smit hafi verið rakið til stöðvanna. Hafi svo verið sé stjórnvöldum skylt að upplýsa stöðina um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. 9. desember 2020 19:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þar vísar hann til tölfræði um fjölda smita sem rakin hafa verið til sundlauga og líkamsræktarstöðva. Sú tölfræði sem hann gerir athugasemd við er að 36 smit hafi verið rekin til líkamsræktarstöðva en aðeins fimm til sundlauga. Þær tölur eru þó fengnar frá smitrakningarteymi almannavarna og greindi Vísir einnig frá þeim í gær. „Þetta er skrítin frétt. Þann 13. október sl birtist frétt um að sex einstaklingar hefðu greinst með smit sem rakið væri til morgunsunds í lauginni að Hrafnagili í Eyjafirði. Síðar barst frétt um að starfsmaður við Breiðholtslaug hefði smitast. Vel má vera að tilvikin séu fleiri. Þegar af þessari ástæðu virðist fréttin um fjölda smita í sundlaugum vera röng," skrifar Gestur í athugasemd til RÚV. Hann segir þó að öllum líkindum vera rétt að fleiri smit hafi greinst í Reykjavík en á Hvammstanga, en þó mætti ekki draga þá ályktun að meiri smithætta sé þar. Sami annmarki væri á samanburði smita í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum, enda færu fleiri í líkamsræktarstöðvar að jafnaði. „Án þess að vita hve margir fara í sund og hve margir mæta í líkamsrækt er þessi samanburður algjörlega ómarktækur. Mér skilst að mætingar í líkamsrækt séu meira en þrisvar sinnum fleiri í Reykjavík en mætingar í sund.“ Sundlaugar hafa opnað aftur en líkamsræktarstöðvum er óheimilt að hefja starfsemi á ný. Sundlaugarnar fengu einnig að opna fyrr eftir samkomubann í vor og mynduðust langar raðir þegar opnað var á miðnætti. Vísir Hafa ekki áreiðanlegan samanburð á mætingu Á vef World Class, þar sem athugasemd Gests til RÚV er birt, kemur einnig fram að athugasemdirnar snúi aðeins að því að málefnalega sé staðið að ákvörðunum þar sem fyrirtækjum er gert að stöðva starfsemi. Björn Leifsson, eigandi World Class, bætir við að World Class búi ekki yfir áreiðanlegum upplýsingu um þann fjölda sem mæti í heilsurækt og sundlaugar. Þó telji hann öruggt að fleiri mæti í líkamsrækt í Reykjavík en í sundlaugar, sennilega þrisvar sinnum fleiri. „Um smitin sem tengjast líkamsræktinni vitum við fátt. Okkur er ekki kunnugt um að neitt smit verði rakið til World Class stöðvar. Þegar smit hefur komið upp, t.d. í leikskóla, kemur fram í fréttum að gripið er til ráðstafana sem virðast felast í því að yfirvöld láta loka viðkomandi leikskóla og sótthreinsa allt áður en starfsemin hefst að nýju. Ekkert slíkt hefur komið frá sóttvarnaryfirvöldum gagnvart starfsemi World Class,“ skrifar Björn. Hann segir World Class hvorki hafa fengið athugasemdir um sóttvarnir né fregnir af því að smit hafi verið rakið til stöðvanna. Hafi svo verið sé stjórnvöldum skylt að upplýsa stöðina um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. 9. desember 2020 19:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. 9. desember 2020 19:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent