Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Einar Georgsson, lánasérfræðingur hjá HMS, og Inga Rós Gunnarsdóttir. Vísir/Egill Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn. Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn.
Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira