„Ríkisstjórnin hefði ekki tekið svona há lán ef ekki væru níu mánuðir í kosningar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2020 20:00 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lögðu báðir fram breytingatillögur á tillögur fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fjárlög næsta árs markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar þegar hann mælti fyrir breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við aðra umræðu um fjárlög á Alþingi í dag. Útgjöld verða aukin um 55 milljarða króna og gert ráð fyrir um 320 milljarða króna halla á næsta ári. Umfangsmesta aðgerðin í breytingartillögum eru viðspyrnustyrkir til fyrirtækja sem nema um tuttugu milljörðum króna. „Það er verið að bregðast við erfiðri stöðu með mjög öflugum hætti. Það er tímanna tákn að umfangsmesta aðgerðin hefur nafnið viðspyrna og á sama tíma eru kaup á bóluefni. Það hillir í að við spyrnum okkur frá botni og komum hagkerfinu af stað, efna- og atvinnulífi í eðlilegra horf,“ sagði Willum Þór á Alþingi í dag. Telja breytingartillögur fjárlaganefndar ósjálfbærar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skiluðu báðir inn breytingatillögum við fjárlögin. Birgir bendir á í breytingartillögu sinni að þessi þróun í fjárlögum sé ósjálfbær og lagði hann til nokkrar breytingatillögur til þess að snúa þeirri þróun við. „Þetta eru rúmir 55 milljarðar sem koma fram í breytingartillögum og þetta er algerlega ófjármagnað, þetta er fjármagnað með lánum. Ég er ekki viss um að ríkisstjórnin hefði tekið svona há lán ef ekki væru níu mánuðir í kosningar,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við leggjum áherslu á að okkar tillögur eru fullfjármagnaðar, við erum eini flokkurinn sem er með fullfjármagnaðar tillögur og það er mjög mikilvægt vegna þess að halli ríkissjóðs er gríðarlegur á næsta ári, 320 milljarðar. Við teljum eðlilegt að það sé sparað líka á móti og það gerum við með þessum hagræðingarkröfum, að það sé sparað í öllum ráðuneytum um 500 milljónir króna,“ sagði Birgir. Skýtur skökku við að Landspítalinn sé látinn vinna upp halla Ágúst Ólafur lagði einnig fram breytingartillögur og er þar lögð áhersla á fjárfesting í fólki og fyrirtækjum sem Ágúst segir vanta í tillöguna. „Við þurfum að fjölga störfum, bæði opinberum störfum og störfum í einkageiranum. Sömuleiðis þurfum við líka að fjárfesta í velferðarkerfinu. Við í samfylkingunni höfum tekið undir kröfur eldri borgara um að þessi hópur fái sömu hækkun og aðrir hópar, eldri borgarar eru skyldir eftir. Við viljum bæta í útgjöldum til öryrkja sem er hópur sem er löngu búinn að eiga skilið frekari hækkanir,“ sagði Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gerði einnig athugasemdir við að 0,1 prósent af landsframleiðslu eigi að renna til loftslagsmála til viðbótar en í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að líklegt sé að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan sameiginlegs markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins sem kynnt var í dag. Ágúst segir fjárlögin skjóta skökku við miðað við þessar nýju áætlanir. „Að lokum er mjög sérkennileg pólitík hjá þessari ríkisstjórn að halda í sérstaka aðhaldskröfu á Landspítalann, á aðrar heilbrigðisstofnanir, skóla og hjúkrunarheimili í miðjum Covid. Í þokkabót láta þau Landsspítalann þurfa að vinna fjögurra milljarða króna halla á þessum tíma neyðarástands,“ sagði Ágúst. „Við erum með metnaðarfullar tillögur til að vaxa upp úr þessari kreppu, við þurfum að eyða pening til að búa til pening og við þurfum að fjárfesta í fólki og fyrirtækjum og það vantar í þessari tillögu,“ sagði Ágúst Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Vá stendur fyrir dyrum“ Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. 10. desember 2020 19:00 Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. 9. desember 2020 21:17 Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Útgjöld verða aukin um 55 milljarða króna og gert ráð fyrir um 320 milljarða króna halla á næsta ári. Umfangsmesta aðgerðin í breytingartillögum eru viðspyrnustyrkir til fyrirtækja sem nema um tuttugu milljörðum króna. „Það er verið að bregðast við erfiðri stöðu með mjög öflugum hætti. Það er tímanna tákn að umfangsmesta aðgerðin hefur nafnið viðspyrna og á sama tíma eru kaup á bóluefni. Það hillir í að við spyrnum okkur frá botni og komum hagkerfinu af stað, efna- og atvinnulífi í eðlilegra horf,“ sagði Willum Þór á Alþingi í dag. Telja breytingartillögur fjárlaganefndar ósjálfbærar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skiluðu báðir inn breytingatillögum við fjárlögin. Birgir bendir á í breytingartillögu sinni að þessi þróun í fjárlögum sé ósjálfbær og lagði hann til nokkrar breytingatillögur til þess að snúa þeirri þróun við. „Þetta eru rúmir 55 milljarðar sem koma fram í breytingartillögum og þetta er algerlega ófjármagnað, þetta er fjármagnað með lánum. Ég er ekki viss um að ríkisstjórnin hefði tekið svona há lán ef ekki væru níu mánuðir í kosningar,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við leggjum áherslu á að okkar tillögur eru fullfjármagnaðar, við erum eini flokkurinn sem er með fullfjármagnaðar tillögur og það er mjög mikilvægt vegna þess að halli ríkissjóðs er gríðarlegur á næsta ári, 320 milljarðar. Við teljum eðlilegt að það sé sparað líka á móti og það gerum við með þessum hagræðingarkröfum, að það sé sparað í öllum ráðuneytum um 500 milljónir króna,“ sagði Birgir. Skýtur skökku við að Landspítalinn sé látinn vinna upp halla Ágúst Ólafur lagði einnig fram breytingartillögur og er þar lögð áhersla á fjárfesting í fólki og fyrirtækjum sem Ágúst segir vanta í tillöguna. „Við þurfum að fjölga störfum, bæði opinberum störfum og störfum í einkageiranum. Sömuleiðis þurfum við líka að fjárfesta í velferðarkerfinu. Við í samfylkingunni höfum tekið undir kröfur eldri borgara um að þessi hópur fái sömu hækkun og aðrir hópar, eldri borgarar eru skyldir eftir. Við viljum bæta í útgjöldum til öryrkja sem er hópur sem er löngu búinn að eiga skilið frekari hækkanir,“ sagði Ágúst í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gerði einnig athugasemdir við að 0,1 prósent af landsframleiðslu eigi að renna til loftslagsmála til viðbótar en í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að líklegt sé að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan sameiginlegs markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins sem kynnt var í dag. Ágúst segir fjárlögin skjóta skökku við miðað við þessar nýju áætlanir. „Að lokum er mjög sérkennileg pólitík hjá þessari ríkisstjórn að halda í sérstaka aðhaldskröfu á Landspítalann, á aðrar heilbrigðisstofnanir, skóla og hjúkrunarheimili í miðjum Covid. Í þokkabót láta þau Landsspítalann þurfa að vinna fjögurra milljarða króna halla á þessum tíma neyðarástands,“ sagði Ágúst. „Við erum með metnaðarfullar tillögur til að vaxa upp úr þessari kreppu, við þurfum að eyða pening til að búa til pening og við þurfum að fjárfesta í fólki og fyrirtækjum og það vantar í þessari tillögu,“ sagði Ágúst Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Vá stendur fyrir dyrum“ Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. 10. desember 2020 19:00 Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. 9. desember 2020 21:17 Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
„Vá stendur fyrir dyrum“ Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. 10. desember 2020 19:00
Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag. 9. desember 2020 21:17
Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31