Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:53 Boris Johnson fundaði með Ursulu von der Leyen í gær. Getty/Aaron Chown Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39
Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58