Segir að Bale geti orðið Ferrari Tottenham-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 17:46 Aukaspyrna Gareths Bale skapaði fyrra mark Tottenham gegn Antwerpen. getty/Tottenham Hotspur FC Gareth Bale getur verið eins konar Ferrari Tottenham-liðsins. Þetta segir Owen Hargreaves, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30
Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53