Sjáðu færið sem Albert brenndi af í naumu tapi AZ í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 16:01 Albert trúði vart eigin augum er boltinn rúllaði framhjá markinu í stað þess að rúlla í netið. Ed van de Pol/Getty Images Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson brenndi af ótrúlegu færi í naumu tapi AZ Alkmaar gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Tap AZ þýðir liðið missti af sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en jafntefli hefði dugað liðinu til að komast áfram. Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira