Látast vera boðberar frelsisins en vilja bara græða peninga Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2020 07:00 Ólafur Jóhann Ólafsson. Ný bók hans Snerting hefur hlotið lofsamlega dóma og afar góðar viðtökur. Því er slegið fram að hún sé hans besta verk. vísir/vilhelm Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér sitt besta verk. Snerting heitir skáldsagan. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að komast að því hvers vegna bókin er svona vel heppnuð. Ólafur Jóhann er í höfundatali Vísis að þessu sinni.Í þessu viðtali verður látið vera að ræða farsælan námsferil Ólafs Jóhanns en hann lauk stúdentsprófi úr MR árið 1982 og þá prófi sem eðlisfræðingur frá Brandeis University í Massachusetts í Bandaríkjunum 1985. Þetta hefur komið fram. Og ekkert verður fjallað um það þegar hann óvænt fór úr raungreinum yfir í viðskiptin, hóf störf hjá risafyrirtækinu Sony þar sem hann starfaði í tíu ár til 1996, síðast sem aðstoðarforstjóri. Hér verður ekki tæpt á forstjóraferli hans hjá Advanta né heldur tímann hjá Time Warner Digital Media 1999 eða þegar hann var aðstoðarforstjóri Time Warner, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 2018. Þetta hafa Íslendingar viljað ræða, eins og þeir eigi óuppgerðar sakir við Garðar Hólm og að Ólafur Jóhann sé svar þjóðarinnar við þeirri persónu Halldórs Laxness. Ófélagslyndur og því ekki á Facebook En það breytir ekki því að ferill Ólafs Jóhanns og hvaðan hann kemur skiptir máli. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig að ná í skottið á höfundinum. Hann er til að mynda hvergi að finna á Facebook en samt er það svo að sá samfélagsmiðill kemur við sögu í Snertingu. Þú ert ekki á Facebook en notar samfélagsmiðilinn þó í bókinni sem kveikju atburða? „Nei, það er rétt. En ég þekki Facebook. Allir á heimilinu eru á Facebook en ég hef komið mér hjá því að vera þar. Ég er svo antísósíal,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir brandarann á heimili sínu vera þann að hann eigi enga vini. „Yngsta barnið mitt, sem nú er sextán en var átta ára þegar hún spurði mig hvers vegna ég væri ekki á Facebook? Ég sagði henni að ég ætti enga vini og hún fékk algjört sjokk. En nei, ég hef bara einhvern veginn ekki skráð mig. Ég er á Instagram sem samkvæmt nýjustu fréttum ætlar að fara að brjóta þetta allt upp. Þar er hægt að fylgjast með myndum fjölskyldunnar.“ Ég hef það á tilfinningunni að þér sé ekkert alltof vel við þetta fyrirbæri og það er eiginlega ekki hægt að sleppa tækifærinu að spyrja þig hvað þér sýnist um þetta afkvæmi Marks Zuckerbergs? „Já, ég viðurkenni að ég hef haft ímugust á Facebook í lengri tíma,“ segir Ólafur Jóhann. Hann hikar en lætur svo vaða. „Ímugust á því hvernig það fyrirtæki er rekið og því ábyrgðarleysi sem er yfirlýst stefna þess: Þetta yfirklór og þessi hræsni sumra þessara tæknifyrirtækja að þau séu næstum því að reka góðgerðarstarfsemi og að hjálpa mannkyni öllu. Ég þekki nú allt þetta fólk, „do no evil“ og allt þetta kjaftæði – slagorð Google. En firra sig allri ábyrgð á því sem þarna fer fram.“ Yfirgengileg hræsni til að dylja aurasóttina Ljóst er að tvískinnungurinn sem greina má í þessu er eitur í beinum Ólafs Jóhanns. „En þegar þú ert á Vísi, eða Time Warner, á CNN, Time Magazine … þá berð þú ábyrgð á því sem þar fer fram. Og því sem þar er birt; á því efni. Þarna er verið að tala um tjáningarfrelsið og að ekki megi stoppa eitt og annað með skírskotun til þess. Ólafur Jóhann vandar Mark Zuckerberg ekki kveðjurnar. Segir Facebook einkennast af yfirgengilegri hræsni, þrátt fyrir fagurgala um annað er tilgangur fyrirtækisins einn og aðeins einn: Að græða peninga. Og mikið af þeim.vísir/vilhelm En við vitum alveg hvernig það fer fram, manipulerað, hvernig Rússar manipuleruðu þetta fyrir síðustu kosningar og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Það sem ég hef haft ímugust á, þessari hræsni að þetta fólk sé að reka hálfgerða góðgerðarstarfsemi í þágu mannkynsins, er í rauninni að þetta gengur einfaldlega út á að græða peninga. Það er leiðarljósið og hefur verið leiðarljós í rekstri þessara fyrirtækja frá upphafi.“ Ólafur Jóhann segir reksturinn einfaldlega ganga út á að fá sem mestar upplýsingar um notendurna, persónulegar upplýsingar, fylgjast með þeim, skrá og selja auglýsendum. „Það eru engar hömlur í þeirri vegferð. Það ræður ferðinni. Allt annað verður undan að láta. Það eina, það litla, sem Facebook hefur gert til að reyna að hafa eitthvað contról á því sem verið er að gera á þeirra platformi, það kemur innan úr fyrirtækinu. Ekki frá þeim sem stjórna heldur starfsfólk sem hefur risið upp og beðið um að eitthvað verði tekið til bragðs. Nú ertu búinn að fá rulluna frá mér. Úr því þú spurðir.“ Hræsnin eitur í beinum Ólafs Jóhanns Þetta er forvitnileg ræða ekki síst ef haft er í huga hver starfsvettvangur Ólafs Jóhanns reyndist verða. En hann segir þennan rekstur allan einkennast fyrst og síðast af algeru ábyrgðarleysi. „Þetta er eins og þið segðuð; það getur hver sem er komið inná Vísi og sagt það sem hann vill. Við erum bara vefsíða og með opið fyrir fólk sem getur sest við tölvuna og skráð sig inn. Facebook er ekki símafyrirtæki. Símafyrirtæki getur sagt; það sem Jakob Bjarnar og Ólafur Jóhann eru að tala um, við getum ekkert að því gert. Sem er alveg hárrétt. Þetta er hins vegar content-fyrirtæki. Og selur auglýsingar. Gerir sér fé úr efninu sem þar fer fram og selja út á það.“ Siðlaust þá í þeim skilningi að fyrirtækið fær ekki einungis fólk til að framleiða fyrir sig efnið í sjálfboðavinnu heldur selur svo auglýsingar út á þá hina sömu og skapa efnið. Þetta er hin fullkomna svikamylla? „Já. Og þessi tvískinnungur og hræsni fer mjög í taugarnar á mér. Eins og þeir séu boðberar frelsis, tjáningarfrelsis og svo framvegis þegar það eina sem vakir fyrir þeim er að græða peninga.“ Eins og einhver sagði að ef menn væru ekki að borga fyrir eitthvað – þá eru þeir sjálfur varningurinn? „Jájá, þú ert varningurinn! Það er bara þannig. Þú ert að borga með upplýsingum um sjálfan þig. Það getur nú líka verið liður í því að ég haldi mig frá þessum miðli. Ég er ekki viss um að ég yrði sérlega góður á Facebook en það eru mjög margir. Ég fylgist með, sumir nota þennan miðil mjög vel.“ Sögumaðurinn blekkir sjálfan sig En yfir í ánægjulegra umfjöllunarefni og flóknara ef að er gáð. Snerting er sérlega vel heppnuð saga: Hún er vel stíluð, persónusköpunin góð og söguefnið sem slíkt áhugavert. En það sem byggir undir þessa þætti og ræður úrslitum um hvernig þetta leggst er úthugsuð bygging sem drífur frásögnina áfram og svo frásagnarhátturinn sem er vel útfærður. Bókin er skrifuð í 1. persónu, sögð af aðalpersónunni Kristófer sem er að loka veitingastað sínum í Reykjavík. Ólafur Jóhann unir hag sínum vel í Reykjavík. Þó tildrög langrar vistar hans á Íslandi nú séu óskemmtileg. Hann segir Íslendinga búa við lúxuskóf í samanburði við það hvernig Covid hefur leikið mörg samfélög.vísir/vilhelm Óvænt skilaboð á Facebook leiða til uppgjörs við lífshlaupið og teyma hann á óvæntar slóðir. Frásagnarhátturinn fléttast saman við persónusköpunina. Erfitt er að henda reiður á hvern sögumaður er að ávarpa. Sem dæmi um uppbrot af því tagi: „En það var um unga parið sem mér finnst ég þurfa að segja nokkur orð í viðbót svo ekkert fari nú milli mála. Þegar ég horfði á þau koma út af kaffihúsinu og faðmast með pappamálin skaut okkur Míkó ekki beinlínis upp í kolli mér.“ (Bls. 67) Þurfi að segja hverjum? Og það kemur á daginn að sögumaðurinn er heldur óáreiðanlegur. Ólafur Jóhann er ekki alveg til í að fallast á það án fyrirvara enda er óáreiðanlegur sögumaður sérstakt hugtak í fræðunum. „Ég er hrifinn af 1. persónu frásögninni og það er nákvæmlega þetta; ekki að sögumaður sé vísvitandi að blekkja neinn. En við hvern er hann að tala? Er hann að tala við sjálfan sig? Ef hann er að blekkja einhvern er hann að blekkja sjálfan sig, það er ef hann er að segja sjálfum sér söguna.“ Frásagnarhátturinn tengist persónusköpuninni Þetta lætur Ólafur Jóhann liggja á milli hluta. Það sem veitingamaðurinn segir í byrjun vegferðar sinnar tekur smávægilegum en afhjúpandi breytingum þegar líður á ferðina. Sem svo hafa afgerandi áhrif á persónusköpunina; hvaða augum lesandinn lítur persónurnar. „Kannski skýrist það í huga hans? Kannski verður hann tilbúinn að horfast í augu við eitthvað á heiðarlegri hátt í fortíð sinni þegar á líður. Það er þetta sem 1. persónu frásögnin gefur manni. Í staðinn fyrir 3. persónu frásögn þar sem höfundur er Guð almáttugur að segja hvað gerist. Mér finnst þetta ekki þrengja sjónarhornið heldur gefur það manni ákveðna sálræna aukavídd, að geta spilað á þetta án þess að gera sögumanninn ótrúverðugan.“ Ólafur Jóhann segir þetta atriði sem hann passi sig á. Því sú hætta er fyrir hendi að ef sögumennirnir stunda það blákalt að blekkja lesendur hætti þeir að lesa. „Eitt er það sem ég hef alltaf í huga, það er greipt í mig, að maður þarf sjálfur að hafa sympatíu fyrir persónunni. Alveg sama hversu gölluð eða ófullkomin hún kann að vera. Ófullkomin ólíkt manni sjálfum,“ segir Ólafur Jóhann og hlær við. „Nei, ef maður hefur ekki sympatíu fyrir persónunni þá virkar hún ekki.“ Vending í afstöðu með hjálp frásagnarháttar Í bókinni koma fram ýmsar persónur svo sem eiginkona Kristófers og fósturdóttur. Lengi vel þykir manni nóg um tilætlunarsemi þeirra gagnvart aðalpersónunni og sögumanni. Þær nánast jaðra við að vera ógeðfelldar en nokkur vending verður á afstöðu lesandans sem er beintengt frásagnarhættinum og hinum flöktandi sögumanni. „Þetta er nákvæmlega það sem vakti fyrir mér. Að þær eru líka fórnarlömb í rauninni. Hann veit það sjálfur. Ég bregð í byrjun upp mynd af manni sem er samviskusamur að eðlisfari og vill öllum vel, hann vill standa sig, gera upp við alla, gera vel við alla, vill ekki að neinn eigi inni hjá sér, vill koma fram við aðra á sómasamlegan hátt. Ólafur Jóhann segir að grunnurinn og persónurnar verði að liggja fyrir áður en hann sest við skriftir.vísir/vilhelm Þetta skiptir hann öllu máli. Við sjáum það sem sögumaður sér í upphafi og hvernig hann segir frá. En þegar líður á bókina breytast viðhorf hans og þannig sjáum við hans nánustu, eiginkonu og fósturdóttur og hann í lokin. Það er áfall fyrir hann að hafa ekki staðið sig betur í því öllu saman og hann veit það upp á sig,“ segir Ólafur Jóhann. En með þessari áherslu á 1. persónu frásögnina, þýðir það þá ekki óhjákvæmilega að þú ert að skoða sjálfan þig í leiðinni? „Það er náttúrlega kannski, þegar upp er staðið, það sem maður hefur kannski einna mestan áhuga á; sálinni í manninum. Ég held að maður komist ekki hjá því, hvort sem það er beinlínis af ásetningi eða ekki, að draga sálartetrið í sjálfum sér inní þetta.“ Með karakterana í kollinum mánuðum saman Ólafur Jóhann segir að ekki finnist nein fyrirmynd að Kristófer né yfirleitt því þegar hann býr til persónur. „Þó maður slíti handlegg af einum og löpp af öðrum til að nota þegar maður er að búa til persónur tekur maður alltaf eitthvað innan úr sjálfum sér. Hvað það er eða hvernig það kemur fram, veit maður ekki sjálfur. Ekki frekar en hvernig maður fær sjálfa hugmyndina,“ segir Ólafur Jóhann og hugsar sig um. „Og þegar maður fer að útskýra það veit maður ekki hvort það er meiri skáldskapur en það sem maður skrifaði.“ Þegar höfundur tekur innan úr sjálfum sér og setur í persónurnar verða skrifin þá þar með ekki sálfræðigreining á sér sjálfum? „Þannig lifnar þetta. Einhverju verður að fórna til þegar maður er að þessu. Ef maður ætlar að reyna að búa til persónu sem lesendum finnst raunveruleg. Maður kemst ekkert hjá því að fara inní sjálfan sig og setja þar eitthvað inn.“ Ólafur Jóhann Ólafsson flúði New York þar sem hann og fjölskylda eru búsett. Snerting er fyrsta bókin sem hann skrifar alfarið á Íslandi.vísir/vilhelm Ólafur Jóhann nefnir í samanburði starf leikarans og þá aðferð sem hefur verið kölluð „method acting“; leikararnir lifi sig inn í hlutverkið, sumir fitna jafnvel eða grennast á æfingatímabilinu sem getur tekið margar vikur. Þar eru oft útlitseinkenni notuð til að hjálpa leikaranum til við að setja sig í spor þeirra persóna sem hann túlkar eða lifir sig inní að vera. „En maður gengur með karakterana í hausnum, sérstaklega þegar maður skrifar 1. persónu, stundum mánuðum og árum saman. Eitthvað verður undan að láta. Þetta er langtímasamband og þegar upp er staðið má velta því fyrir sér hvort er hvað.“ Strúktúrmaðurinn Ólafur Jóhann Þetta tal um persónur nánast sem af holdi og blóði er eiginlega farið að minna einna helst á multiple personality disorder eða klofinn persónuleiki? „Já, algjörlega. Vonandi að þegar maður er búinn með bókina að þá skilji leiðir. Að persónan fá frelsi frá höfundinum og öfugt.“ Þannig að þú upplifir persónur þínar sem raunverulegar? „Algjörlega. Það er þannig að ég byrja yfirleitt ekki fyrr en persónan hefur tekið á sig mjög skýra mynd.“ Tvennt þarf að vera alveg skýrt og fyrirliggjandi í kolli Ólafs Jóhanns áður en hann sest við skriftir: „Strúktúrinn eða hinar breiðu línur. Þetta er eins og maður ætli til Kópaskers, ég verð að vera búinn að ákveða hvort ég ætla norðurleiðina eða suðurleiðina. Ég veit ég ætla að enda á Kópaskeri. Hvað gerist á leiðinni, hvort ég tek einhverja útúrdúra og skoða eitthvað … það gerist náttúrlega alltaf þegar maður er að skrifa bókina. Maður fær allskonar hugmyndir og margt gerist, en grunnurinn verður að liggja fyrir. Ég viðurkenni að ég er strúktúrmaður. Stundum tekst betur til og stundum síður í öðrum verkum. En ég legg uppúr með það að vera með strúktúrinn kláran í kollinum á mér.“ Persónurnar farnar að banka Hitt snýr að persónusköpuninni: „Að persónur, einkum þá aðalpersónur, séu orðnar ljóslifandi og næstum farnar að lifa eigin lífi. Þegar ég skrifaði þessa bók þá rann hún ansi vel. Maður veit aldrei hvort mann rekur í vörðurnar eða hvernig leiðin liggur. En hún lá ansi vel. Ég þurfti aldrei neitt að hika; myndi manneskjan segja eitt og gera annað? Innvolsið og síkólógían, persónuleikinn sjálfur var klár frá upphafi. Persónurnar voru orðnar ljóslifandi og farnar að banka. Vildu fara að komast á blað. En ég hélt aftur af mér um stund sem kom sér vel með þessa bók.“ Skrifin sjálf voru við alveg einstakar aðstæður sé litið til höfundarverks Ólafs en Snerting er 14. verk hans. „Ég beið. Og það var ekki fyrr en ég var kominn heim, flúinn frá New York í mars að ég byrjaði að skrifa. Heppni því þetta ástand var eins og klæðskerasniðið fyrir þessa sögu,“ segir Ólafur Jóhann og vísar til heimsfaraldursins. Snerting fjallar ekki um Covid. En sannarlega hefur veiran áhrif á margvíslegan hátt, innri sem ytri áhrif.vísir/vilhelm Og svo þetta sem Ólafur Jóhann vitnar í kollega sinn með, sem hafði lesið bókina og nefndi athyglisvert orsakasamhengi. „Hvernig stórviðburðir í heimssögunni geta haft áhrif á líf löngu seinna og allt annars staðar. Eins og kjarnorkusprengingin í Hírósíma hefur á líf fósturdóttur Kristófers. Þetta er það sem vakti fyrir mér með konu og fóstur,“ segir Ólafur Jóhann en þagnar, hann er ef til vill farinn að segja of mikið af efni bókarinnar. Viðtökurnar skipta máli Viðtökur við Snertingu hafa verið mjög góðar, jafnt meðal gagnrýnenda sem bókakaupenda. En nú kemur þú mér fyrir sjónir sem maður sem lætur fátt raska ró þinni. Sem fær mig til að velta fyrir mér því hvort viðtökur við verkum þínum skipti þig máli? Er það eitthvað sem þú horfir til? „Það væru nú bara ósannindi ef ég segði að þær skipta mig ekki máli. Viðtökur skipta mann máli,“ segir Ólafur Jóhann afdráttarlaust. Hann segir það vitaskuld svo að hann skrifi fyrir sjálfan sig, af einhverri þörf. „Hvað mikið er maður að setja af sjálfum sér í þetta? Einhvers konar kaþarsis sem maður þarf. Í staðinn fyrir að spila golf, ég spila ekki golf, eða geri eitthvað annað, eitthvað sem knýr mann til að gera þetta. Bók er miðill og maður er að miðla einhverju. Þannig að það skiptir mann máli hvernig það fer í fólk. Hvort maður gerir eitthvað fyrir það, hreyfir við því, kveikir á einhverju, styttir því stundir, hvaða hugsanir og tilfinningar þetta kann að vekja, þá skiptir það mann máli.“ Ólafur Jóhann er ekki nýgræðingur í því að senda frá sér skáldverk. „Nei, maður hefur verið í þessu í svolítinn tíma. Ég er ekki 25 ára lengur. En maður reynir að lifa eftir því að halda nokkurn veginn ró sinni. Gleðjast þegar vel gengur, láta ekki mótbyr of mikið á sig fá. Það fá allir mótbyr einhvern tíma, það tilheyrir. En viðtökur skipta máli. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá viðtökurnar við þessari bók.“ Fyrsta bók Ólafs Jóhanns sem er skrifuð alfarið á Íslandi Áður hefur verið tæpt á því að Covid-19 hafi haft bein áhrif á Snertingu. Heimsfaraldurinn hefur reyndar haft áhrif á flest sem að þessari bók snýr. Ólafur Jóhann segir að það hafi ekki legið fyrir hverjar viðtökurnar yrðu, ekki síst vegna þessa ástands sem er sérstakt. „Maður vissi ekkert hvernig þessi bókavertíð yrði. Og það er margt skrítið við þessa bók. Það var skrítið að skrifa hana í þessu ástandi, skrítið að skrifa bók sem gerist í þessu ástandi. Hún er ekkert um Covid en hún gerist í þessu ástandi. Snerting bókstaflega flaug á blaðið, svo skýra mynd höfðu persónurnar og plottið tekið í kolli Ólafs Jóhanns.vísir/vilhelm Skrítið að vita ekki meira en sögumaður hvernig þessi tími myndi fara. Þetta skeið. Og skrítið að skrifa hana einvörðungu á Íslandi. Þetta er fyrsta bókin sem ég skrifa bara hér, hérna heima og fyrir vestan líka. Og svo var skrítið að klára hana á ekki lengri tíma. Ég bjóst ekkert við því að vera búinn með hana fyrr en einhvern tíma á næsta ári.“ Ólafur Jóhann settist við skrifin í byrjun marsmánaðar. Eins og hann segir var hann þá kominn með karakterinn mótaðan, söguefnið og svo small þetta. „Ástandið rammaði þetta inn. Eins og vindur sem feykir öllum púsluspilunum og smellir saman á borðinu. Ég var ekki heltekinn kannski en hún rann svakalega vel. Ég er ferlegur rútínumaður, alveg rosalegur, og fyrir mér er leiðinlegur dagur gulls í gildi. Það er að segja, ef dagurinn í dag er eins og dagurinn í gær og dagurinn á morgun er eins og dagurinn í dag verð ég svakalega glaður. Ég settist við skrifborðið á morgnanna og þetta bara rann. Það var aldrei þannig þegar ég settist, að mig ræki í vörðurnar. Hún kláraðist þegar hún kláraðist. Hún var eiginlega eins fullsköpuð og bók hefur verið eftir mig þegar ég er búinn.“ Ekki mikið um endurritun? „Nei, það var ekki mikið klippt. Mjög lítið í rauninni.“ Lúxuskóf á Íslandi Það hversu vel gekk að koma sögunni á blað kom Ólafi Jóhanni á óvart. „Svo var skrítið þegar ég var búinn með þetta og postularnir sem ég kalla, Pétur og Páll, Pétur Már og Páll Valsson í Veröld Bjarti, fóru að tala um að gefa þetta út. Ég var búinn að segja þeim þegar komið var fram í júlí, það væri kannski möguleiki á að þetta myndi klárast. En þá kom upp spurningin hvernig verður þetta? Hvernig verður bókavertíðin?“ Ólafur Jóhann segir að bókabúðir séu nánast lokaðar, engin upplestrarkvöld né neitt sem fylgir hefðbundinni bókaútgáfu. „En stundum snertir maður einhver streng sem maður veit ekki af. Það virðist vera mjög mikill áhugi á bókum og stefnir í mikla sölu. Sem er merkilegt og fagnaðarefni. Þó Ólafur Jóhann leggi sig fram um að láta sér hvergi bregða segir hann það svo að viðtökur skipti hann máli.visir/vilhelm Bóksala jókst í Bandaríkjunum á þessu ári. Ég var að tala við forleggjara minn þar. Hún jókst þrátt fyrir meiri lokanir þar en hafa verið hér. Við höfum verið í lúxuskófi miðað við mörg lönd. En hér, þó ekki komist nema tíu í Eymundsson er bóksala þar og í Bónus og mikil aukning.“ Ekki í keppnishug gagnvart sölulistum Talandi um sölu og sölutölur, þú hefur verið að ógna Arnaldi, metsölukonunginum sjálfum nú á þessari vertíð. Fylgistu með bóksölulistum? „Jájá, menn komast ekkert hjá því. Maður heyrir í útgefendum sínum og þetta er í fjölmiðlum þannig að maður veit alveg hvað klukkan slær.“ En ertu í víghug hvað það varðar? „Nei, ég er ekki í keppnishug hvað varðar listana. Neineinei. Við erum ljónheppnir íslenskir höfundur, að það skuli vera svona almennur áhugi á bókum. Við getum þakkað fyrir að eiga okkar lesendahóp. Þakkað fyrir að almenningur hafi á þessu skoðun. Tali um persónur eins og hann hafi hitt þær úti á götu. Þetta er svo almennur áhugi og við höfundar getum þakkað fyrir það. Og við getum þakkað áhuga fjölmiðla. Þið sinnið þessu af því að áhugi er til staðar. Og um leið eykur það áhugann og þannig koll af kolli. Við öll sem erum í þessu flóði getum verið þakklát fyrir áhugann sem bókum er sýndur.“ Ólafur Jóhann er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og spurður hvort það skipti hann máli jánkar hann því. „Jájá, það skiptir máli. Það skiptir máli að bókinni sé vel tekið og að fólki þyki til koma. Það breytist ekkert þó menn séu tvítugir eða að verða sextugir. Þetta er eilítið eins og að sjá börnunum manns ganga vel. Menn fagna þegar eitthvað gott kemur fyrir þau.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ólafur Jóhann er í höfundatali Vísis að þessu sinni.Í þessu viðtali verður látið vera að ræða farsælan námsferil Ólafs Jóhanns en hann lauk stúdentsprófi úr MR árið 1982 og þá prófi sem eðlisfræðingur frá Brandeis University í Massachusetts í Bandaríkjunum 1985. Þetta hefur komið fram. Og ekkert verður fjallað um það þegar hann óvænt fór úr raungreinum yfir í viðskiptin, hóf störf hjá risafyrirtækinu Sony þar sem hann starfaði í tíu ár til 1996, síðast sem aðstoðarforstjóri. Hér verður ekki tæpt á forstjóraferli hans hjá Advanta né heldur tímann hjá Time Warner Digital Media 1999 eða þegar hann var aðstoðarforstjóri Time Warner, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 2018. Þetta hafa Íslendingar viljað ræða, eins og þeir eigi óuppgerðar sakir við Garðar Hólm og að Ólafur Jóhann sé svar þjóðarinnar við þeirri persónu Halldórs Laxness. Ófélagslyndur og því ekki á Facebook En það breytir ekki því að ferill Ólafs Jóhanns og hvaðan hann kemur skiptir máli. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig að ná í skottið á höfundinum. Hann er til að mynda hvergi að finna á Facebook en samt er það svo að sá samfélagsmiðill kemur við sögu í Snertingu. Þú ert ekki á Facebook en notar samfélagsmiðilinn þó í bókinni sem kveikju atburða? „Nei, það er rétt. En ég þekki Facebook. Allir á heimilinu eru á Facebook en ég hef komið mér hjá því að vera þar. Ég er svo antísósíal,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir brandarann á heimili sínu vera þann að hann eigi enga vini. „Yngsta barnið mitt, sem nú er sextán en var átta ára þegar hún spurði mig hvers vegna ég væri ekki á Facebook? Ég sagði henni að ég ætti enga vini og hún fékk algjört sjokk. En nei, ég hef bara einhvern veginn ekki skráð mig. Ég er á Instagram sem samkvæmt nýjustu fréttum ætlar að fara að brjóta þetta allt upp. Þar er hægt að fylgjast með myndum fjölskyldunnar.“ Ég hef það á tilfinningunni að þér sé ekkert alltof vel við þetta fyrirbæri og það er eiginlega ekki hægt að sleppa tækifærinu að spyrja þig hvað þér sýnist um þetta afkvæmi Marks Zuckerbergs? „Já, ég viðurkenni að ég hef haft ímugust á Facebook í lengri tíma,“ segir Ólafur Jóhann. Hann hikar en lætur svo vaða. „Ímugust á því hvernig það fyrirtæki er rekið og því ábyrgðarleysi sem er yfirlýst stefna þess: Þetta yfirklór og þessi hræsni sumra þessara tæknifyrirtækja að þau séu næstum því að reka góðgerðarstarfsemi og að hjálpa mannkyni öllu. Ég þekki nú allt þetta fólk, „do no evil“ og allt þetta kjaftæði – slagorð Google. En firra sig allri ábyrgð á því sem þarna fer fram.“ Yfirgengileg hræsni til að dylja aurasóttina Ljóst er að tvískinnungurinn sem greina má í þessu er eitur í beinum Ólafs Jóhanns. „En þegar þú ert á Vísi, eða Time Warner, á CNN, Time Magazine … þá berð þú ábyrgð á því sem þar fer fram. Og því sem þar er birt; á því efni. Þarna er verið að tala um tjáningarfrelsið og að ekki megi stoppa eitt og annað með skírskotun til þess. Ólafur Jóhann vandar Mark Zuckerberg ekki kveðjurnar. Segir Facebook einkennast af yfirgengilegri hræsni, þrátt fyrir fagurgala um annað er tilgangur fyrirtækisins einn og aðeins einn: Að græða peninga. Og mikið af þeim.vísir/vilhelm En við vitum alveg hvernig það fer fram, manipulerað, hvernig Rússar manipuleruðu þetta fyrir síðustu kosningar og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Það sem ég hef haft ímugust á, þessari hræsni að þetta fólk sé að reka hálfgerða góðgerðarstarfsemi í þágu mannkynsins, er í rauninni að þetta gengur einfaldlega út á að græða peninga. Það er leiðarljósið og hefur verið leiðarljós í rekstri þessara fyrirtækja frá upphafi.“ Ólafur Jóhann segir reksturinn einfaldlega ganga út á að fá sem mestar upplýsingar um notendurna, persónulegar upplýsingar, fylgjast með þeim, skrá og selja auglýsendum. „Það eru engar hömlur í þeirri vegferð. Það ræður ferðinni. Allt annað verður undan að láta. Það eina, það litla, sem Facebook hefur gert til að reyna að hafa eitthvað contról á því sem verið er að gera á þeirra platformi, það kemur innan úr fyrirtækinu. Ekki frá þeim sem stjórna heldur starfsfólk sem hefur risið upp og beðið um að eitthvað verði tekið til bragðs. Nú ertu búinn að fá rulluna frá mér. Úr því þú spurðir.“ Hræsnin eitur í beinum Ólafs Jóhanns Þetta er forvitnileg ræða ekki síst ef haft er í huga hver starfsvettvangur Ólafs Jóhanns reyndist verða. En hann segir þennan rekstur allan einkennast fyrst og síðast af algeru ábyrgðarleysi. „Þetta er eins og þið segðuð; það getur hver sem er komið inná Vísi og sagt það sem hann vill. Við erum bara vefsíða og með opið fyrir fólk sem getur sest við tölvuna og skráð sig inn. Facebook er ekki símafyrirtæki. Símafyrirtæki getur sagt; það sem Jakob Bjarnar og Ólafur Jóhann eru að tala um, við getum ekkert að því gert. Sem er alveg hárrétt. Þetta er hins vegar content-fyrirtæki. Og selur auglýsingar. Gerir sér fé úr efninu sem þar fer fram og selja út á það.“ Siðlaust þá í þeim skilningi að fyrirtækið fær ekki einungis fólk til að framleiða fyrir sig efnið í sjálfboðavinnu heldur selur svo auglýsingar út á þá hina sömu og skapa efnið. Þetta er hin fullkomna svikamylla? „Já. Og þessi tvískinnungur og hræsni fer mjög í taugarnar á mér. Eins og þeir séu boðberar frelsis, tjáningarfrelsis og svo framvegis þegar það eina sem vakir fyrir þeim er að græða peninga.“ Eins og einhver sagði að ef menn væru ekki að borga fyrir eitthvað – þá eru þeir sjálfur varningurinn? „Jájá, þú ert varningurinn! Það er bara þannig. Þú ert að borga með upplýsingum um sjálfan þig. Það getur nú líka verið liður í því að ég haldi mig frá þessum miðli. Ég er ekki viss um að ég yrði sérlega góður á Facebook en það eru mjög margir. Ég fylgist með, sumir nota þennan miðil mjög vel.“ Sögumaðurinn blekkir sjálfan sig En yfir í ánægjulegra umfjöllunarefni og flóknara ef að er gáð. Snerting er sérlega vel heppnuð saga: Hún er vel stíluð, persónusköpunin góð og söguefnið sem slíkt áhugavert. En það sem byggir undir þessa þætti og ræður úrslitum um hvernig þetta leggst er úthugsuð bygging sem drífur frásögnina áfram og svo frásagnarhátturinn sem er vel útfærður. Bókin er skrifuð í 1. persónu, sögð af aðalpersónunni Kristófer sem er að loka veitingastað sínum í Reykjavík. Ólafur Jóhann unir hag sínum vel í Reykjavík. Þó tildrög langrar vistar hans á Íslandi nú séu óskemmtileg. Hann segir Íslendinga búa við lúxuskóf í samanburði við það hvernig Covid hefur leikið mörg samfélög.vísir/vilhelm Óvænt skilaboð á Facebook leiða til uppgjörs við lífshlaupið og teyma hann á óvæntar slóðir. Frásagnarhátturinn fléttast saman við persónusköpunina. Erfitt er að henda reiður á hvern sögumaður er að ávarpa. Sem dæmi um uppbrot af því tagi: „En það var um unga parið sem mér finnst ég þurfa að segja nokkur orð í viðbót svo ekkert fari nú milli mála. Þegar ég horfði á þau koma út af kaffihúsinu og faðmast með pappamálin skaut okkur Míkó ekki beinlínis upp í kolli mér.“ (Bls. 67) Þurfi að segja hverjum? Og það kemur á daginn að sögumaðurinn er heldur óáreiðanlegur. Ólafur Jóhann er ekki alveg til í að fallast á það án fyrirvara enda er óáreiðanlegur sögumaður sérstakt hugtak í fræðunum. „Ég er hrifinn af 1. persónu frásögninni og það er nákvæmlega þetta; ekki að sögumaður sé vísvitandi að blekkja neinn. En við hvern er hann að tala? Er hann að tala við sjálfan sig? Ef hann er að blekkja einhvern er hann að blekkja sjálfan sig, það er ef hann er að segja sjálfum sér söguna.“ Frásagnarhátturinn tengist persónusköpuninni Þetta lætur Ólafur Jóhann liggja á milli hluta. Það sem veitingamaðurinn segir í byrjun vegferðar sinnar tekur smávægilegum en afhjúpandi breytingum þegar líður á ferðina. Sem svo hafa afgerandi áhrif á persónusköpunina; hvaða augum lesandinn lítur persónurnar. „Kannski skýrist það í huga hans? Kannski verður hann tilbúinn að horfast í augu við eitthvað á heiðarlegri hátt í fortíð sinni þegar á líður. Það er þetta sem 1. persónu frásögnin gefur manni. Í staðinn fyrir 3. persónu frásögn þar sem höfundur er Guð almáttugur að segja hvað gerist. Mér finnst þetta ekki þrengja sjónarhornið heldur gefur það manni ákveðna sálræna aukavídd, að geta spilað á þetta án þess að gera sögumanninn ótrúverðugan.“ Ólafur Jóhann segir þetta atriði sem hann passi sig á. Því sú hætta er fyrir hendi að ef sögumennirnir stunda það blákalt að blekkja lesendur hætti þeir að lesa. „Eitt er það sem ég hef alltaf í huga, það er greipt í mig, að maður þarf sjálfur að hafa sympatíu fyrir persónunni. Alveg sama hversu gölluð eða ófullkomin hún kann að vera. Ófullkomin ólíkt manni sjálfum,“ segir Ólafur Jóhann og hlær við. „Nei, ef maður hefur ekki sympatíu fyrir persónunni þá virkar hún ekki.“ Vending í afstöðu með hjálp frásagnarháttar Í bókinni koma fram ýmsar persónur svo sem eiginkona Kristófers og fósturdóttur. Lengi vel þykir manni nóg um tilætlunarsemi þeirra gagnvart aðalpersónunni og sögumanni. Þær nánast jaðra við að vera ógeðfelldar en nokkur vending verður á afstöðu lesandans sem er beintengt frásagnarhættinum og hinum flöktandi sögumanni. „Þetta er nákvæmlega það sem vakti fyrir mér. Að þær eru líka fórnarlömb í rauninni. Hann veit það sjálfur. Ég bregð í byrjun upp mynd af manni sem er samviskusamur að eðlisfari og vill öllum vel, hann vill standa sig, gera upp við alla, gera vel við alla, vill ekki að neinn eigi inni hjá sér, vill koma fram við aðra á sómasamlegan hátt. Ólafur Jóhann segir að grunnurinn og persónurnar verði að liggja fyrir áður en hann sest við skriftir.vísir/vilhelm Þetta skiptir hann öllu máli. Við sjáum það sem sögumaður sér í upphafi og hvernig hann segir frá. En þegar líður á bókina breytast viðhorf hans og þannig sjáum við hans nánustu, eiginkonu og fósturdóttur og hann í lokin. Það er áfall fyrir hann að hafa ekki staðið sig betur í því öllu saman og hann veit það upp á sig,“ segir Ólafur Jóhann. En með þessari áherslu á 1. persónu frásögnina, þýðir það þá ekki óhjákvæmilega að þú ert að skoða sjálfan þig í leiðinni? „Það er náttúrlega kannski, þegar upp er staðið, það sem maður hefur kannski einna mestan áhuga á; sálinni í manninum. Ég held að maður komist ekki hjá því, hvort sem það er beinlínis af ásetningi eða ekki, að draga sálartetrið í sjálfum sér inní þetta.“ Með karakterana í kollinum mánuðum saman Ólafur Jóhann segir að ekki finnist nein fyrirmynd að Kristófer né yfirleitt því þegar hann býr til persónur. „Þó maður slíti handlegg af einum og löpp af öðrum til að nota þegar maður er að búa til persónur tekur maður alltaf eitthvað innan úr sjálfum sér. Hvað það er eða hvernig það kemur fram, veit maður ekki sjálfur. Ekki frekar en hvernig maður fær sjálfa hugmyndina,“ segir Ólafur Jóhann og hugsar sig um. „Og þegar maður fer að útskýra það veit maður ekki hvort það er meiri skáldskapur en það sem maður skrifaði.“ Þegar höfundur tekur innan úr sjálfum sér og setur í persónurnar verða skrifin þá þar með ekki sálfræðigreining á sér sjálfum? „Þannig lifnar þetta. Einhverju verður að fórna til þegar maður er að þessu. Ef maður ætlar að reyna að búa til persónu sem lesendum finnst raunveruleg. Maður kemst ekkert hjá því að fara inní sjálfan sig og setja þar eitthvað inn.“ Ólafur Jóhann Ólafsson flúði New York þar sem hann og fjölskylda eru búsett. Snerting er fyrsta bókin sem hann skrifar alfarið á Íslandi.vísir/vilhelm Ólafur Jóhann nefnir í samanburði starf leikarans og þá aðferð sem hefur verið kölluð „method acting“; leikararnir lifi sig inn í hlutverkið, sumir fitna jafnvel eða grennast á æfingatímabilinu sem getur tekið margar vikur. Þar eru oft útlitseinkenni notuð til að hjálpa leikaranum til við að setja sig í spor þeirra persóna sem hann túlkar eða lifir sig inní að vera. „En maður gengur með karakterana í hausnum, sérstaklega þegar maður skrifar 1. persónu, stundum mánuðum og árum saman. Eitthvað verður undan að láta. Þetta er langtímasamband og þegar upp er staðið má velta því fyrir sér hvort er hvað.“ Strúktúrmaðurinn Ólafur Jóhann Þetta tal um persónur nánast sem af holdi og blóði er eiginlega farið að minna einna helst á multiple personality disorder eða klofinn persónuleiki? „Já, algjörlega. Vonandi að þegar maður er búinn með bókina að þá skilji leiðir. Að persónan fá frelsi frá höfundinum og öfugt.“ Þannig að þú upplifir persónur þínar sem raunverulegar? „Algjörlega. Það er þannig að ég byrja yfirleitt ekki fyrr en persónan hefur tekið á sig mjög skýra mynd.“ Tvennt þarf að vera alveg skýrt og fyrirliggjandi í kolli Ólafs Jóhanns áður en hann sest við skriftir: „Strúktúrinn eða hinar breiðu línur. Þetta er eins og maður ætli til Kópaskers, ég verð að vera búinn að ákveða hvort ég ætla norðurleiðina eða suðurleiðina. Ég veit ég ætla að enda á Kópaskeri. Hvað gerist á leiðinni, hvort ég tek einhverja útúrdúra og skoða eitthvað … það gerist náttúrlega alltaf þegar maður er að skrifa bókina. Maður fær allskonar hugmyndir og margt gerist, en grunnurinn verður að liggja fyrir. Ég viðurkenni að ég er strúktúrmaður. Stundum tekst betur til og stundum síður í öðrum verkum. En ég legg uppúr með það að vera með strúktúrinn kláran í kollinum á mér.“ Persónurnar farnar að banka Hitt snýr að persónusköpuninni: „Að persónur, einkum þá aðalpersónur, séu orðnar ljóslifandi og næstum farnar að lifa eigin lífi. Þegar ég skrifaði þessa bók þá rann hún ansi vel. Maður veit aldrei hvort mann rekur í vörðurnar eða hvernig leiðin liggur. En hún lá ansi vel. Ég þurfti aldrei neitt að hika; myndi manneskjan segja eitt og gera annað? Innvolsið og síkólógían, persónuleikinn sjálfur var klár frá upphafi. Persónurnar voru orðnar ljóslifandi og farnar að banka. Vildu fara að komast á blað. En ég hélt aftur af mér um stund sem kom sér vel með þessa bók.“ Skrifin sjálf voru við alveg einstakar aðstæður sé litið til höfundarverks Ólafs en Snerting er 14. verk hans. „Ég beið. Og það var ekki fyrr en ég var kominn heim, flúinn frá New York í mars að ég byrjaði að skrifa. Heppni því þetta ástand var eins og klæðskerasniðið fyrir þessa sögu,“ segir Ólafur Jóhann og vísar til heimsfaraldursins. Snerting fjallar ekki um Covid. En sannarlega hefur veiran áhrif á margvíslegan hátt, innri sem ytri áhrif.vísir/vilhelm Og svo þetta sem Ólafur Jóhann vitnar í kollega sinn með, sem hafði lesið bókina og nefndi athyglisvert orsakasamhengi. „Hvernig stórviðburðir í heimssögunni geta haft áhrif á líf löngu seinna og allt annars staðar. Eins og kjarnorkusprengingin í Hírósíma hefur á líf fósturdóttur Kristófers. Þetta er það sem vakti fyrir mér með konu og fóstur,“ segir Ólafur Jóhann en þagnar, hann er ef til vill farinn að segja of mikið af efni bókarinnar. Viðtökurnar skipta máli Viðtökur við Snertingu hafa verið mjög góðar, jafnt meðal gagnrýnenda sem bókakaupenda. En nú kemur þú mér fyrir sjónir sem maður sem lætur fátt raska ró þinni. Sem fær mig til að velta fyrir mér því hvort viðtökur við verkum þínum skipti þig máli? Er það eitthvað sem þú horfir til? „Það væru nú bara ósannindi ef ég segði að þær skipta mig ekki máli. Viðtökur skipta mann máli,“ segir Ólafur Jóhann afdráttarlaust. Hann segir það vitaskuld svo að hann skrifi fyrir sjálfan sig, af einhverri þörf. „Hvað mikið er maður að setja af sjálfum sér í þetta? Einhvers konar kaþarsis sem maður þarf. Í staðinn fyrir að spila golf, ég spila ekki golf, eða geri eitthvað annað, eitthvað sem knýr mann til að gera þetta. Bók er miðill og maður er að miðla einhverju. Þannig að það skiptir mann máli hvernig það fer í fólk. Hvort maður gerir eitthvað fyrir það, hreyfir við því, kveikir á einhverju, styttir því stundir, hvaða hugsanir og tilfinningar þetta kann að vekja, þá skiptir það mann máli.“ Ólafur Jóhann er ekki nýgræðingur í því að senda frá sér skáldverk. „Nei, maður hefur verið í þessu í svolítinn tíma. Ég er ekki 25 ára lengur. En maður reynir að lifa eftir því að halda nokkurn veginn ró sinni. Gleðjast þegar vel gengur, láta ekki mótbyr of mikið á sig fá. Það fá allir mótbyr einhvern tíma, það tilheyrir. En viðtökur skipta máli. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá viðtökurnar við þessari bók.“ Fyrsta bók Ólafs Jóhanns sem er skrifuð alfarið á Íslandi Áður hefur verið tæpt á því að Covid-19 hafi haft bein áhrif á Snertingu. Heimsfaraldurinn hefur reyndar haft áhrif á flest sem að þessari bók snýr. Ólafur Jóhann segir að það hafi ekki legið fyrir hverjar viðtökurnar yrðu, ekki síst vegna þessa ástands sem er sérstakt. „Maður vissi ekkert hvernig þessi bókavertíð yrði. Og það er margt skrítið við þessa bók. Það var skrítið að skrifa hana í þessu ástandi, skrítið að skrifa bók sem gerist í þessu ástandi. Hún er ekkert um Covid en hún gerist í þessu ástandi. Snerting bókstaflega flaug á blaðið, svo skýra mynd höfðu persónurnar og plottið tekið í kolli Ólafs Jóhanns.vísir/vilhelm Skrítið að vita ekki meira en sögumaður hvernig þessi tími myndi fara. Þetta skeið. Og skrítið að skrifa hana einvörðungu á Íslandi. Þetta er fyrsta bókin sem ég skrifa bara hér, hérna heima og fyrir vestan líka. Og svo var skrítið að klára hana á ekki lengri tíma. Ég bjóst ekkert við því að vera búinn með hana fyrr en einhvern tíma á næsta ári.“ Ólafur Jóhann settist við skrifin í byrjun marsmánaðar. Eins og hann segir var hann þá kominn með karakterinn mótaðan, söguefnið og svo small þetta. „Ástandið rammaði þetta inn. Eins og vindur sem feykir öllum púsluspilunum og smellir saman á borðinu. Ég var ekki heltekinn kannski en hún rann svakalega vel. Ég er ferlegur rútínumaður, alveg rosalegur, og fyrir mér er leiðinlegur dagur gulls í gildi. Það er að segja, ef dagurinn í dag er eins og dagurinn í gær og dagurinn á morgun er eins og dagurinn í dag verð ég svakalega glaður. Ég settist við skrifborðið á morgnanna og þetta bara rann. Það var aldrei þannig þegar ég settist, að mig ræki í vörðurnar. Hún kláraðist þegar hún kláraðist. Hún var eiginlega eins fullsköpuð og bók hefur verið eftir mig þegar ég er búinn.“ Ekki mikið um endurritun? „Nei, það var ekki mikið klippt. Mjög lítið í rauninni.“ Lúxuskóf á Íslandi Það hversu vel gekk að koma sögunni á blað kom Ólafi Jóhanni á óvart. „Svo var skrítið þegar ég var búinn með þetta og postularnir sem ég kalla, Pétur og Páll, Pétur Már og Páll Valsson í Veröld Bjarti, fóru að tala um að gefa þetta út. Ég var búinn að segja þeim þegar komið var fram í júlí, það væri kannski möguleiki á að þetta myndi klárast. En þá kom upp spurningin hvernig verður þetta? Hvernig verður bókavertíðin?“ Ólafur Jóhann segir að bókabúðir séu nánast lokaðar, engin upplestrarkvöld né neitt sem fylgir hefðbundinni bókaútgáfu. „En stundum snertir maður einhver streng sem maður veit ekki af. Það virðist vera mjög mikill áhugi á bókum og stefnir í mikla sölu. Sem er merkilegt og fagnaðarefni. Þó Ólafur Jóhann leggi sig fram um að láta sér hvergi bregða segir hann það svo að viðtökur skipti hann máli.visir/vilhelm Bóksala jókst í Bandaríkjunum á þessu ári. Ég var að tala við forleggjara minn þar. Hún jókst þrátt fyrir meiri lokanir þar en hafa verið hér. Við höfum verið í lúxuskófi miðað við mörg lönd. En hér, þó ekki komist nema tíu í Eymundsson er bóksala þar og í Bónus og mikil aukning.“ Ekki í keppnishug gagnvart sölulistum Talandi um sölu og sölutölur, þú hefur verið að ógna Arnaldi, metsölukonunginum sjálfum nú á þessari vertíð. Fylgistu með bóksölulistum? „Jájá, menn komast ekkert hjá því. Maður heyrir í útgefendum sínum og þetta er í fjölmiðlum þannig að maður veit alveg hvað klukkan slær.“ En ertu í víghug hvað það varðar? „Nei, ég er ekki í keppnishug hvað varðar listana. Neineinei. Við erum ljónheppnir íslenskir höfundur, að það skuli vera svona almennur áhugi á bókum. Við getum þakkað fyrir að eiga okkar lesendahóp. Þakkað fyrir að almenningur hafi á þessu skoðun. Tali um persónur eins og hann hafi hitt þær úti á götu. Þetta er svo almennur áhugi og við höfundar getum þakkað fyrir það. Og við getum þakkað áhuga fjölmiðla. Þið sinnið þessu af því að áhugi er til staðar. Og um leið eykur það áhugann og þannig koll af kolli. Við öll sem erum í þessu flóði getum verið þakklát fyrir áhugann sem bókum er sýndur.“ Ólafur Jóhann er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og spurður hvort það skipti hann máli jánkar hann því. „Jájá, það skiptir máli. Það skiptir máli að bókinni sé vel tekið og að fólki þyki til koma. Það breytist ekkert þó menn séu tvítugir eða að verða sextugir. Þetta er eilítið eins og að sjá börnunum manns ganga vel. Menn fagna þegar eitthvað gott kemur fyrir þau.“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira