Innlent

Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér.

Líkt og greint var frá á fimmtudag hafa Íslensk stjórnvöld ákveðið að stefna að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti við Noreg og Evrópusambandið. Þá stendur til að efla aðgerðir til kolefnisbindingar og landnotkunar til að ná markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Fjöldi annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúar alþjóðastofnanna og fulltrúar hinna ýmsu samtaka og úr viðskiptalífinu munu einnig ávarpa fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×