Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 21:48 Hundruð nemenda er saknað eftir árásina. Getty/Olukayode Jaiyeola Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. Árásarnmennirnir réðust á Government Science menntaskólann, en í heimavist skólans búa meira en átta hundruð nemendu. Skólinn er í Katsina héraði í Nígeríu og var árásin gerð í gærkvöldi, föstudagskvöld. Herinn greindi frá því í dag að búið væri að staðsetja vígamennina í skógi nálægt skólanum og að til skotbardaga hafi komið milli hersins og árásarmannanna. Ekki er vitað hvernig bardaginn fór en engar fregnir hafa borist um að nemendur hafi særst í bardaganum. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, fordæmdi árásina og skipaði skólayfirvöldum að rannsaka lista yfir nemendur ítarlega til þess að komast til botns í því hve margra sé saknað. Þá hafa foreldrar sem sóttu börnin sín í skólann í gær verið beðin um að láta yfirvöld vita. Íbúar sem búa í nágrenni við skólann sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að þeir hafi heyrt skothvelli um klukkan 23 að staðartíma á föstudag. Árásin hafi staðið yfir í meira en klukkutíma. Skólalögreglunni tókst að halda aftur af einhverjum árásarmannanna áður en lögreglulið mætti á staðinn. Lögregluyfirvöld í Katsina greindu frá því í dag að á meðan til átaka kom milli lögreglu og árásarmannanna hafi lögreglu tekist að neyða einhverja þeirra til að flýja. Á meðan hafi einhverjum nemendanna tekist að klifra yfir girðingu sem umlykur skólann og komist í öruggt skjól. Til að byrja með var talið að 200 fleiri nemendur væru horfnir en raunin er. Það voru nemendur sem tókst að flýja en þeir sneru aftur. Ekki er vitað hve marga nemendur árásarmennirnir tóku með sér en einhver vitni sáu þá nema nemendur á brott. Nígería Tengdar fréttir Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01 Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Árásarnmennirnir réðust á Government Science menntaskólann, en í heimavist skólans búa meira en átta hundruð nemendu. Skólinn er í Katsina héraði í Nígeríu og var árásin gerð í gærkvöldi, föstudagskvöld. Herinn greindi frá því í dag að búið væri að staðsetja vígamennina í skógi nálægt skólanum og að til skotbardaga hafi komið milli hersins og árásarmannanna. Ekki er vitað hvernig bardaginn fór en engar fregnir hafa borist um að nemendur hafi særst í bardaganum. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, fordæmdi árásina og skipaði skólayfirvöldum að rannsaka lista yfir nemendur ítarlega til þess að komast til botns í því hve margra sé saknað. Þá hafa foreldrar sem sóttu börnin sín í skólann í gær verið beðin um að láta yfirvöld vita. Íbúar sem búa í nágrenni við skólann sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að þeir hafi heyrt skothvelli um klukkan 23 að staðartíma á föstudag. Árásin hafi staðið yfir í meira en klukkutíma. Skólalögreglunni tókst að halda aftur af einhverjum árásarmannanna áður en lögreglulið mætti á staðinn. Lögregluyfirvöld í Katsina greindu frá því í dag að á meðan til átaka kom milli lögreglu og árásarmannanna hafi lögreglu tekist að neyða einhverja þeirra til að flýja. Á meðan hafi einhverjum nemendanna tekist að klifra yfir girðingu sem umlykur skólann og komist í öruggt skjól. Til að byrja með var talið að 200 fleiri nemendur væru horfnir en raunin er. Það voru nemendur sem tókst að flýja en þeir sneru aftur. Ekki er vitað hve marga nemendur árásarmennirnir tóku með sér en einhver vitni sáu þá nema nemendur á brott.
Nígería Tengdar fréttir Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01 Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01
Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18
Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10