Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 07:13 Lögregla fékk þónokkrar ábendingar um hávaða í nótt. Vísir/Vilhelm Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira