Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum en einhverjum barnanna tókst að flýja í skjól. Upp hófst skotbardagi milli lögreglu og árásarmannanna að því er fram kemur í frétt Guardian af málinu. Alls eru um sex hundruð nemendur í skólanum en líkt og áður segir er óttast um afdrif fjögur hundruð þeirra.
„Lögreglan, nígeríski herinn og nígeríski flugherinn eru í nánu samstarfi við skólayfirvöld um að finna út raunverulegan fjölda þeirra sem er saknað eða sem hefur verið rænt,“ segir Gambo Isah, talsmaður nígerísku lögreglunnar, í yfirlýsingu.
Leit stendur yfir í von um að hægt verði að bjarga börnunum. Íbúi í bænum Mansur Bello hafa sagt í samtali við fréttaveitu AP að árásarmennirnir hafi tekið einhver barnanna á brott með sér. Árásir og mannrán á borð við þetta er ekki einsdæmi í Nígeríu. Eitt alvarlegasta málið af þessum toga kom upp árið 2014 þegar liðsmenn Boko Haram námu á brott 276 stúlkur af heimavist í Chibok. Um hundrað stúlkna er enn saknað.