Öll topplið stærstu deilda Evrópu í dag spila í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:00 Harry Kane fagnar marki sínu fyrir Tottenham Hotspur á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/Clive Rose 2020 er búið að vera mjög sérstakt ár og það má kannski sjá dæmi um það á liðunum sem nú skipa efstu sætin í stærstu fótboltadeildum Evrópu. Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn