Hvernig klúðra skal hálendisþjóðgarði Smári McCarthy skrifar 15. desember 2020 08:31 Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG. Ég tók kannski ekki alveg svona sterkt til orða þá, enda var vonin að það væri óþarfi. En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni. Samstöðunni ekið utanvegar Það eru meira eða minna allir, ef frá eru taldir örfáir náttúrulausir stóriðjusinnar, sammála um að vernda eigi hálendi Íslands. Öræfi eru auðæfi og nær fullkomin samstaða um að við pössum upp á náttúruna okkar fyrir komandi kynslóðir. En samt tókst ríkisstjórninni að klúðra málunum. Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg. Markmiðið hefði átt að vera: Koma í veg fyrir náttúruspjöll, m.a. í formi stóriðju, óafturkræfrar eyðileggingar og útþenslu byggðar. Markmiðið reyndist vera: Banna fólki að njóta svæðisins nema á mjög afmarkaða vegu. Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli. Mörk innan marka Fólk nýtur hálendis Íslands á ótal vegu. Sum ganga á fjöll, önnur hoppa fram af þeim á svifvængjum. Sum keyra eftir vegslóðum eða upp á jökla, önnur lenda á sömu vegslóðum og jöklum eða á einhverjum þeirra fjölmörgu flugvalla sem eru út um allt hálendið. Einhver tjalda á meðan önnur hírast í hellum. Fólk í últramaraþoni mætir dólurum. Óbyggðir Íslands eru ekki bara villt og fjölbreytt náttúra, heldur eru þær vettvangur fjölbreytts mannlífs. Ég fullyrði að allt þetta fólk væri sátt við einhver mörk. Reglur sem banna því að skilja eftir sig för eða rusl, skaða viðkvæman gróður eða trufla fuglavarp. Við erum eflaust öll sammála um að það eigi að sekta hressilega fyrir skemmdir á náttúrunni. En þegar reglurnar takmarka flestar gerðir mannlífs, þá hverfur samstaðan ansi hratt. Lögin um það sem er bannað Eftir að allt fór í skrúfuna hjá ríkisstjórninni velti ég fyrir mér hvernig hálendisþjóðgarður liti út ef hann væri hugsaður út frá frjálslyndum og umhverfisvænum gildum. Fyrsta uppkastið að niðurstöðu er: Þjóðgarðurinn yrði með náttúruverndaráætlun sem myndi fylgja fjármagn til að sinna rannsóknum, huga að uppgræðslu og sinna viðhaldi. Það væru landverðir sem hefðu það hlutverk að leiðbeina og fræða frekar en að banna og skamma. Rekstur þjóðgarðarins væri hugsaður sem sameiginlegt verkefni samfélagsins og allir hagsmunaaðilar, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki, væru í nánu samráði um allar tímabundnar lokanir á einstökum svæðum í þágu náttúruverndarmarkmiða. Nú grunar mig að einhver sem komu að gerð frumvarps um hálendisþjóðgarð lesi þessa lýsingu og hugsi með sér: „En það er nákvæmlega það sem við gerðum!“ Nema hvað, í frumvarpinu stendur: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Gagnlítill deilandi meirihluti Sko. Markmiðið er gott. Markmiðið er eitthvað sem 90% fólks ætti að geta kvittað upp á. En þegar þetta sama fólk les um allar þessar bannheimildir, alla þessa skilmála, og allar þessar takmarkanir þá sér það ekki fyrir sér vinalegan þjóðgarð sem er gaman að heimsækja, heldur gríðarlegar takmarkanir á athafnafrelsi sínu. Það að kalla þau sem gera athugasemd við þessar takmarkanir „grenjandi minnihluta“ mun síðan ekki sannfæra neinn um að farið verði vel með allt þetta vald og að til verði gott jafnvægi milli náttúru og fólks. Í rauninni er 17. grein frumvarpsins nóg ─ ekki spilla, ekki raska. Ókei, flott. Við erum öll sammála. En í 18. grein byrjar stjórnlyndið að ná út fyrir þetta augljósa og sjálfsagða markmið, og þegar það er sett í samhengi við allt valdið og alla refsigleðina þá renna á menn tvær grímur. Bara til að það fari ekki á milli mála: Ég er í grunninn ákaflega hlynntur stofnun hálendisþjóðgarðs ─ það væri hægt að vernda náttúruna fyrir stórfelldri iðnvæðingu og eyðileggingu, og á sama tíma stórefla þennan vettvang mannlífs. En það er ekki svo að við fáum að aðgreina okkur frá náttúrunni, og það er ekki gagnlegt að náttúran sé óaðgengileg, þótt við sameinumst um að vernda hana. Þannig myndu glatast lærdómstækifærin, skilningurinn, og ─ eitthvað innilega mannlegt. Og þegar reglurnar eru hafðar svo stífar að aðeins örfáir geti notið, þá er ekki lengur verið að sinna náttúruvernd, heldur frekar pólitísku áhugamáli þeirra sem geta ekki stillt sig um að segja fólki fyrir verkum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Hálendisþjóðgarður Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG. Ég tók kannski ekki alveg svona sterkt til orða þá, enda var vonin að það væri óþarfi. En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni. Samstöðunni ekið utanvegar Það eru meira eða minna allir, ef frá eru taldir örfáir náttúrulausir stóriðjusinnar, sammála um að vernda eigi hálendi Íslands. Öræfi eru auðæfi og nær fullkomin samstaða um að við pössum upp á náttúruna okkar fyrir komandi kynslóðir. En samt tókst ríkisstjórninni að klúðra málunum. Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg. Markmiðið hefði átt að vera: Koma í veg fyrir náttúruspjöll, m.a. í formi stóriðju, óafturkræfrar eyðileggingar og útþenslu byggðar. Markmiðið reyndist vera: Banna fólki að njóta svæðisins nema á mjög afmarkaða vegu. Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli. Mörk innan marka Fólk nýtur hálendis Íslands á ótal vegu. Sum ganga á fjöll, önnur hoppa fram af þeim á svifvængjum. Sum keyra eftir vegslóðum eða upp á jökla, önnur lenda á sömu vegslóðum og jöklum eða á einhverjum þeirra fjölmörgu flugvalla sem eru út um allt hálendið. Einhver tjalda á meðan önnur hírast í hellum. Fólk í últramaraþoni mætir dólurum. Óbyggðir Íslands eru ekki bara villt og fjölbreytt náttúra, heldur eru þær vettvangur fjölbreytts mannlífs. Ég fullyrði að allt þetta fólk væri sátt við einhver mörk. Reglur sem banna því að skilja eftir sig för eða rusl, skaða viðkvæman gróður eða trufla fuglavarp. Við erum eflaust öll sammála um að það eigi að sekta hressilega fyrir skemmdir á náttúrunni. En þegar reglurnar takmarka flestar gerðir mannlífs, þá hverfur samstaðan ansi hratt. Lögin um það sem er bannað Eftir að allt fór í skrúfuna hjá ríkisstjórninni velti ég fyrir mér hvernig hálendisþjóðgarður liti út ef hann væri hugsaður út frá frjálslyndum og umhverfisvænum gildum. Fyrsta uppkastið að niðurstöðu er: Þjóðgarðurinn yrði með náttúruverndaráætlun sem myndi fylgja fjármagn til að sinna rannsóknum, huga að uppgræðslu og sinna viðhaldi. Það væru landverðir sem hefðu það hlutverk að leiðbeina og fræða frekar en að banna og skamma. Rekstur þjóðgarðarins væri hugsaður sem sameiginlegt verkefni samfélagsins og allir hagsmunaaðilar, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki, væru í nánu samráði um allar tímabundnar lokanir á einstökum svæðum í þágu náttúruverndarmarkmiða. Nú grunar mig að einhver sem komu að gerð frumvarps um hálendisþjóðgarð lesi þessa lýsingu og hugsi með sér: „En það er nákvæmlega það sem við gerðum!“ Nema hvað, í frumvarpinu stendur: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Gagnlítill deilandi meirihluti Sko. Markmiðið er gott. Markmiðið er eitthvað sem 90% fólks ætti að geta kvittað upp á. En þegar þetta sama fólk les um allar þessar bannheimildir, alla þessa skilmála, og allar þessar takmarkanir þá sér það ekki fyrir sér vinalegan þjóðgarð sem er gaman að heimsækja, heldur gríðarlegar takmarkanir á athafnafrelsi sínu. Það að kalla þau sem gera athugasemd við þessar takmarkanir „grenjandi minnihluta“ mun síðan ekki sannfæra neinn um að farið verði vel með allt þetta vald og að til verði gott jafnvægi milli náttúru og fólks. Í rauninni er 17. grein frumvarpsins nóg ─ ekki spilla, ekki raska. Ókei, flott. Við erum öll sammála. En í 18. grein byrjar stjórnlyndið að ná út fyrir þetta augljósa og sjálfsagða markmið, og þegar það er sett í samhengi við allt valdið og alla refsigleðina þá renna á menn tvær grímur. Bara til að það fari ekki á milli mála: Ég er í grunninn ákaflega hlynntur stofnun hálendisþjóðgarðs ─ það væri hægt að vernda náttúruna fyrir stórfelldri iðnvæðingu og eyðileggingu, og á sama tíma stórefla þennan vettvang mannlífs. En það er ekki svo að við fáum að aðgreina okkur frá náttúrunni, og það er ekki gagnlegt að náttúran sé óaðgengileg, þótt við sameinumst um að vernda hana. Þannig myndu glatast lærdómstækifærin, skilningurinn, og ─ eitthvað innilega mannlegt. Og þegar reglurnar eru hafðar svo stífar að aðeins örfáir geti notið, þá er ekki lengur verið að sinna náttúruvernd, heldur frekar pólitísku áhugamáli þeirra sem geta ekki stillt sig um að segja fólki fyrir verkum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar