Kjartan Atli skrifar NBA bók fyrir Bandaríkjamarkað Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2020 12:15 Kjartan Atli gefur út bók um stjörnurnar í NBA og það í Bandaríkjunum. Hér til hægri má sjá stórstjörnuna Lebron James í leik með Los Angeles Lakers en hann mun án efa koma við sögu í bók Kjartans. Vísir/vilhelm/getty „Það er sérstaklega gaman að taka þátt í þessu ævintýri með Kjartani Atla. Það kæmi mér ekkert á óvart að okkar maður tæki að sér körfuboltauppeldi fyrir bandaríska æsku um ókomin ár,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögum útgáfu. Búið er að ganga frá samningum um að Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður skrifi bók um helstu stjörnur NBA-deildarinnar sem gefin verður út í Bandaríkjunum. „Að skrifa um NBA í Bandaríkjunum er auðvitað draumi líkast, þetta er áskorun sem verður gaman að takast á við,“ segir Kjartan Atli. Bókin Hrein karfa kom út eftir Kjartan Atla í lok nóvember og þarf hann því strax aftur að setjast við tölvuna og skrifa um þessa vinsælu íþrótt. Góð tengsl í Bandaríkjunum Bókin mun bera titilinn Stars of the NBA og verður gefin út í samstarfi við útgáfuna Abbeville í Bandaríkjunum. „Frá árinu 2012 hefur Sögur útgáfa selt Abbeville í New York bækur um fótbolta. Abbeville er rótgróin útgáfa sem hefur gefið út vandaðar bækur frá árinu 1979,“ útskýrir Tómas. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marínósdóttir. Á þeim árum sem liðin eru síðan Sögur byrjaði að framleiða bækur fyrir Abbeville eru titilarnir orðnir í kringum þrjátíu sem komið hafa út. Bækur um bestu leikmenn í heimi, félagslið og landslið koma út reglulega. Bækurnar koma út í seríu undir nafninu Stars of the Game. Tómas segir það hafa staðið til nokkurn tíma að þróa samstarfið nánar. Þessi viðleitni til nánara samstarfs varð svo til þess að Tómas og félagar hjá Sögum ákváðu að senda valda kafla af Hreinni körfu á Abbeville útgáfuna og leyst þeim vel á. „Valdir kaflar úr bókinni voru þýddir. Í síðustu viku var ákveðið að Abbeville myndi gefa út fyrstu körfuboltabókina og verður það Kjartan Atli sem skrifar hana,“ segir Tómas og bætir við: „Við óskum Kjartani til hamingju með þennan áfanga. Bókin hans er að verða uppseld hjá okkur á lager.“ Skemmtilegt ferli að skrifa bækur „Ferlið í kringum Hreina körfu hefur verið lærdómsríkt,“ segir Kjartan Atli. Hann hóf skrifin í ársbyrjun og segir það hafa verið skemmtilegt að takast á við skrifin í tóminu sem myndaðist þegar engar íþróttir voru stundaðar. „Hugmyndin að Hreinni körfu var að skrifa bók sem allt áhugafólk um körfubolta gæti notið, bæði þau sem eru að kynnast íþróttinni og þau sem eru „lengra komin“ í áhuga sínum á íþróttinni. Mér finnst hálfpartinn eins og ég sé að borga til baka, því ég las bækur um körfubolta sem barn og unglingur. Það hjálpaði mér að læra á leikinn. Ég vona að þessi bók hjálpi einhverjum öðrum, mér finnst mikilvægt að geta verið hlekkur í keðjunni.“ Bókin Stars of the NBA verður með aðeins öðru sniði en Hrein karfa. „Í henni mun ég eingöngu einblína á stærstu stjörnur NBA. En í Hreinni körfu fjalla ég um margar hliðar NBA auk þess að fjalla um WNBA og íslenskt körfuboltafólk. Í Hreinni körfu er ég líka með viðtöl við um 20 af okkar bestu leikmönnum sögunnar. Það sem verður líkt með bókunum er að í umfjöllun minni um leikmennina mun ég einblína á sterkar sögur af þeirra ferli. Til dæmis fjalla ég um mikilvægasta ár í ævi LeBron James að hans eigin sögn, þegar hann var níu ára. Inn í þá frásögn fléttast heimilisaðstæður, hversu náin hann var móður sinni og hversu mikill íþróttamaður hann var þegar hann var barn. Ég held að þessi nálgun gagnist öllum sem lesa bækurnar, hvort sem þeir viti mikið eða lítið um körfubolta.“ Körfubolti mikilvægur á heimilinu Unnusta Kjartans Atla er Pálína María Gunnlaugsdóttir, sem vann fjölda titla á sínum ferli og lék margoft fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Það má hæglega segja að körfuboltinn sé einhvern veginn alltaf með okkur fjölskyldunni. Við ræðum mikið um íþróttina, horfum á marga leiki og þegar NBA-deildin er í gangi er heimilisfaðirinn vakandi á skrítnum tímum til þess að horfa á leiki.“ Saman eiga þau tvær dætur, önnur er nýfædd og sú eldri 11 ára. „Klara Kristín, sem er eldri dóttir okkar, er mikil áhugakona um knattspyrnu. Hún stundar líka körfubolta og frjálsar íþróttir, en fótboltinn er klárlega í fyrsta sæti. Þetta er eiginlega öfugt við mig. Faðir minn lék með Keflavík í fótbolta og var í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Það er skemmtilegt að horfa á Klöru Kristínu í sínum áhuga á fótbolta, sjálfstæð og veit hvað hún vill. Svona á íþróttaáhugafólk að vera.“ Kjartan Atli hefur stýrt þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í nokkur ár. vísir/vilhelm Kjartan skrifar ekki bara bækur um körfubolta, hann fjallar líka um hann. Hann er umsjónarmaður þáttarins Domino‘s körfuboltakvöld sem fékk Edduverðlaunin á þessu ári, var valið sjónvarpsefni ársins. „Við vorum virkilega ánægðir með það. Þetta voru einu verðlaunin sem almenningur valdi og maður var í skýjunum með þetta. Að vera sigurvegarar í sama flokki og Ófærð, Kveikur og Fangar hafa unnið er magnað.“ Telur sig þokkalegan í ensku Auk þess að fjalla um körfubolta þjálfar Kjartan líka. „Ég segi nú frá því í bókinni, ég byrjaði að þjálfa 2001 úti á Álftanesi, þá 17 ára. Ég hef þjálfað nánast óslitið síðan og því verða 20 ár á næsta ári frá því að þjálfaraferilinn hófst. Ég hef fengið að þjálfa allt frá leikskólahópi og upp í meistaraflokka karla og kvenna. Ég hef nánast náð að dekka allan skalann. Í seinni tíð hef ég fundið út að mér finnst skemmtilegast að fylgja árgöngum eftir, þjálfa sama flokkinn í þrjú, fjögur, fimm ár. Ég er að þjálfa 10 og 11 ára stúlkur, en ég byrjaði að þjálfa hluta hópsins þegar þær voru fjögurra ára. Svo er ég að þjálfa 14 ára stráka sem ég byrjaði að vinna með þegar þeir voru 10 ára. Þjálfunin gefur mér mikið og í Hreinni körfu reyni ég að miðla því sem ég hef lært á þessum 20 árum. Vonandi skilar eitthvað sér til lesandans. Þar fer ég yfir hvernig maður á að nálgast mikilvæga leiki, hvernig maður á að horfa á leiki og hvað maður á að gera ef úrslitaleikur tapast. Svo gefur besta körfuboltafólkið okkar lesendum líka ráð. Ég vona að allir finni eitthvað við sitt hæfi í bókinni.“ En hvernig er það að setjast við skrif á nýrri bók svona skömmu eftir að hin bókin kom út? „Mér finnst það bara spennandi. Ég skila handritinu af mér í mars. Ég tel mig þokkalegan í ensku en mun samt fá hjálp við tungumálið, maður vill hafa þetta upp á 10. Þetta verður að vera „hrein karfa“!“ Bókmenntir Körfubolti NBA Menning Körfuboltakvöld Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Búið er að ganga frá samningum um að Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður skrifi bók um helstu stjörnur NBA-deildarinnar sem gefin verður út í Bandaríkjunum. „Að skrifa um NBA í Bandaríkjunum er auðvitað draumi líkast, þetta er áskorun sem verður gaman að takast á við,“ segir Kjartan Atli. Bókin Hrein karfa kom út eftir Kjartan Atla í lok nóvember og þarf hann því strax aftur að setjast við tölvuna og skrifa um þessa vinsælu íþrótt. Góð tengsl í Bandaríkjunum Bókin mun bera titilinn Stars of the NBA og verður gefin út í samstarfi við útgáfuna Abbeville í Bandaríkjunum. „Frá árinu 2012 hefur Sögur útgáfa selt Abbeville í New York bækur um fótbolta. Abbeville er rótgróin útgáfa sem hefur gefið út vandaðar bækur frá árinu 1979,“ útskýrir Tómas. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Tómas Hermannsson og Anna Margrét Marínósdóttir. Á þeim árum sem liðin eru síðan Sögur byrjaði að framleiða bækur fyrir Abbeville eru titilarnir orðnir í kringum þrjátíu sem komið hafa út. Bækur um bestu leikmenn í heimi, félagslið og landslið koma út reglulega. Bækurnar koma út í seríu undir nafninu Stars of the Game. Tómas segir það hafa staðið til nokkurn tíma að þróa samstarfið nánar. Þessi viðleitni til nánara samstarfs varð svo til þess að Tómas og félagar hjá Sögum ákváðu að senda valda kafla af Hreinni körfu á Abbeville útgáfuna og leyst þeim vel á. „Valdir kaflar úr bókinni voru þýddir. Í síðustu viku var ákveðið að Abbeville myndi gefa út fyrstu körfuboltabókina og verður það Kjartan Atli sem skrifar hana,“ segir Tómas og bætir við: „Við óskum Kjartani til hamingju með þennan áfanga. Bókin hans er að verða uppseld hjá okkur á lager.“ Skemmtilegt ferli að skrifa bækur „Ferlið í kringum Hreina körfu hefur verið lærdómsríkt,“ segir Kjartan Atli. Hann hóf skrifin í ársbyrjun og segir það hafa verið skemmtilegt að takast á við skrifin í tóminu sem myndaðist þegar engar íþróttir voru stundaðar. „Hugmyndin að Hreinni körfu var að skrifa bók sem allt áhugafólk um körfubolta gæti notið, bæði þau sem eru að kynnast íþróttinni og þau sem eru „lengra komin“ í áhuga sínum á íþróttinni. Mér finnst hálfpartinn eins og ég sé að borga til baka, því ég las bækur um körfubolta sem barn og unglingur. Það hjálpaði mér að læra á leikinn. Ég vona að þessi bók hjálpi einhverjum öðrum, mér finnst mikilvægt að geta verið hlekkur í keðjunni.“ Bókin Stars of the NBA verður með aðeins öðru sniði en Hrein karfa. „Í henni mun ég eingöngu einblína á stærstu stjörnur NBA. En í Hreinni körfu fjalla ég um margar hliðar NBA auk þess að fjalla um WNBA og íslenskt körfuboltafólk. Í Hreinni körfu er ég líka með viðtöl við um 20 af okkar bestu leikmönnum sögunnar. Það sem verður líkt með bókunum er að í umfjöllun minni um leikmennina mun ég einblína á sterkar sögur af þeirra ferli. Til dæmis fjalla ég um mikilvægasta ár í ævi LeBron James að hans eigin sögn, þegar hann var níu ára. Inn í þá frásögn fléttast heimilisaðstæður, hversu náin hann var móður sinni og hversu mikill íþróttamaður hann var þegar hann var barn. Ég held að þessi nálgun gagnist öllum sem lesa bækurnar, hvort sem þeir viti mikið eða lítið um körfubolta.“ Körfubolti mikilvægur á heimilinu Unnusta Kjartans Atla er Pálína María Gunnlaugsdóttir, sem vann fjölda titla á sínum ferli og lék margoft fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Það má hæglega segja að körfuboltinn sé einhvern veginn alltaf með okkur fjölskyldunni. Við ræðum mikið um íþróttina, horfum á marga leiki og þegar NBA-deildin er í gangi er heimilisfaðirinn vakandi á skrítnum tímum til þess að horfa á leiki.“ Saman eiga þau tvær dætur, önnur er nýfædd og sú eldri 11 ára. „Klara Kristín, sem er eldri dóttir okkar, er mikil áhugakona um knattspyrnu. Hún stundar líka körfubolta og frjálsar íþróttir, en fótboltinn er klárlega í fyrsta sæti. Þetta er eiginlega öfugt við mig. Faðir minn lék með Keflavík í fótbolta og var í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Það er skemmtilegt að horfa á Klöru Kristínu í sínum áhuga á fótbolta, sjálfstæð og veit hvað hún vill. Svona á íþróttaáhugafólk að vera.“ Kjartan Atli hefur stýrt þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í nokkur ár. vísir/vilhelm Kjartan skrifar ekki bara bækur um körfubolta, hann fjallar líka um hann. Hann er umsjónarmaður þáttarins Domino‘s körfuboltakvöld sem fékk Edduverðlaunin á þessu ári, var valið sjónvarpsefni ársins. „Við vorum virkilega ánægðir með það. Þetta voru einu verðlaunin sem almenningur valdi og maður var í skýjunum með þetta. Að vera sigurvegarar í sama flokki og Ófærð, Kveikur og Fangar hafa unnið er magnað.“ Telur sig þokkalegan í ensku Auk þess að fjalla um körfubolta þjálfar Kjartan líka. „Ég segi nú frá því í bókinni, ég byrjaði að þjálfa 2001 úti á Álftanesi, þá 17 ára. Ég hef þjálfað nánast óslitið síðan og því verða 20 ár á næsta ári frá því að þjálfaraferilinn hófst. Ég hef fengið að þjálfa allt frá leikskólahópi og upp í meistaraflokka karla og kvenna. Ég hef nánast náð að dekka allan skalann. Í seinni tíð hef ég fundið út að mér finnst skemmtilegast að fylgja árgöngum eftir, þjálfa sama flokkinn í þrjú, fjögur, fimm ár. Ég er að þjálfa 10 og 11 ára stúlkur, en ég byrjaði að þjálfa hluta hópsins þegar þær voru fjögurra ára. Svo er ég að þjálfa 14 ára stráka sem ég byrjaði að vinna með þegar þeir voru 10 ára. Þjálfunin gefur mér mikið og í Hreinni körfu reyni ég að miðla því sem ég hef lært á þessum 20 árum. Vonandi skilar eitthvað sér til lesandans. Þar fer ég yfir hvernig maður á að nálgast mikilvæga leiki, hvernig maður á að horfa á leiki og hvað maður á að gera ef úrslitaleikur tapast. Svo gefur besta körfuboltafólkið okkar lesendum líka ráð. Ég vona að allir finni eitthvað við sitt hæfi í bókinni.“ En hvernig er það að setjast við skrif á nýrri bók svona skömmu eftir að hin bókin kom út? „Mér finnst það bara spennandi. Ég skila handritinu af mér í mars. Ég tel mig þokkalegan í ensku en mun samt fá hjálp við tungumálið, maður vill hafa þetta upp á 10. Þetta verður að vera „hrein karfa“!“
Bókmenntir Körfubolti NBA Menning Körfuboltakvöld Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira